Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur BÍ .
Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur BÍ .
Fréttir 10. september 2018

Vekur spurningar um framkvæmd tollverndar

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Málsókn fimm innflutnings­fyrirtækja á hendur íslenska ríkinu til endurgreiðslu á ofteknum sköttum í formi tolla á landbúnaðarvörum er óneitanlega stórfrétt vikunnar,“ segir Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá Bændasamtökum Íslands.

Páll Rúnar M. Kristjánsson hæstaréttarlögmaður, sem rekur málin, hefur áður lagt ríkið að velli fyrir dómstólum fyrir ólögmæta gjaldtöku vegna innflutnings á búvörum. Hann segir ólögmæti þeirrar gjaldtöku sem nú reynir á, jafnaugljóst og í fyrri málum.

Skylda stjórnvalda að eyða óvissu

Erna segir að rík skylda hvíli á Alþingi og stjórnvöldum að tryggja lögmæti þegar innheimta skatta og gjalda á í hlut. Óþolandi sé að mikilvægar stoðir íslensks landbúnaðar eins og tollvernd og framkvæmd hennar séu ekki yfir vafa hafin hvað þetta varðar.

„Ég er ekki lögfræðingur og hef því ekki forsendur til að tjá mig um lagalegt efni kröfu þessara fyrirtækja en það er mikið í húfi, bæði hvernig þessu máli reiðir af og ekki síður hvernig úr niðurstöðu þess verður unnið reynist umrædd gjaldtaka ólögmæt.“

Málið varðar í stuttu máli tvenns konar útfærslu á tollvernd, annars vegar afnám tolla, til dæmis á grænmetistegundum, þegar innlend framleiðsla er ekki á markaði. Hins vegar svokallaða opna tollkvóta sem eru útfærðir þannig að tollar á tilteknar afurðir eru lækkaðir í tiltekinn tíma þegar innlendar afurðir skortir á markað.

Herðir umræðuna

„Ég tel augljóst að þetta mál muni herða á umræðum um þessa tilteknu lagaheimild varðandi opnu tollkvótana. Skilgreining á skorti á innlendum vörum er að mínu mati á algerum villigötum eins og framkvæmdin er í dag og í því samhengi að magn tollfrjálsra kvóta frá ESB er að stóraukast. Stjórnvöld, sem hafa sem yfirlýsta stefnu að efla innlenda matvælaframleiðslu, verða að takast á við þessa umræðu,“ segir Erna Bjarnadóttir.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...