Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Samningar Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarafurðir taka gildi 1. maí 2018
Fréttir 2. nóvember 2017

Samningar Íslands og ESB um viðskipti með landbúnaðarafurðir taka gildi 1. maí 2018

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samningar Íslands og Evrópusambandsins um viðbótarfríðindi í viðskiptum með landbúnaðarvörur annars vegar og um viðurkenningu og vernd landfræðilegra merkinga á landbúnaðarafurðum og matvælum hins vegar, sem undirritaðir voru árið 2015, munu öðlast gildi 1. maí 2018 en þá verður málsmeðferð ESB endanlega lokið.

Á vef Stjórnarráðs Íslands segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra: „Þetta er fagnaðarefni fyrir íslenska neytendur og útflytjendur. Með samningunum myndast aukin sóknarfæri fyrir útflytjendur auk þess sem tollalækkanirnar munu auka vöruúrval og skila sér í vasa neytenda í gegnum lækkað matvöruverð“.

Allir tollar á unnar landbúnaðarvörur eru felldir niður nema á jógúrt

Samningarnir fela í sér að Ísland fellir niður tolla á yfir 340 nýjum tollskrárnúmerum og lækkar tolla á yfir 20 öðrum. Almennt gerir ESB slíkt hið sama. Niðurstaðan felur í sér að allir tollar á unnar landbúnaðarvörur eru felldir niður nema á jógúrt. Sem dæmi munu tollar falla niður á súkkulaði, pizzum, pasta, bökunarvörum og fleiru. Auk þessa eru tollar felldir niður eða lækkaðir á óunnum landbúnaðarvörum eins og til dæmis villibráð, frönskum kartöflum, útiræktuðu grænmeti svo dæmi séu tekin.

Jafnframt er samkomulag um að báðir aðilar auki verulega tollfrjálsa innflutningskvóta, meðal annars fyrir ýmsar kjöttegundir og osta og kemur aukningin til framkvæmda á tilteknum aðlögunartíma. Á móti fær Ísland verulega hækkun tollfrjálsra innflutningskvóta fyrir skyr, smjör og lambakjöt og nýja kvóta fyrir alifugla- og svínakjöt og ost.

Landfræðilegar merkinga á landbúnaðarafurðum og matvælum viðurkenndar

Samhliða öðlast gildi samningur milli Íslands og ESB um viðurkenningu og vernd landfræðilegra merkinga á landbúnaðarafurðum og matvælum. Í meginatriðum felur samningurinn í sér að íslensk stjórnvöld og ESB skuldbinda sig til að vernda á yfirráðasvæði sínu afurðarheiti sem eru vernduð á yfirráðasvæði hins aðilans.
 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...