Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Búnaðarþing 2018 ályktaði um fjölmörg mál er varða bændur, þróun matvælaframleiðslu, uppgræðslu, skógrækt, vernd náttúrunnar, loftslagsmál, samfélagsmál og fleira.
Búnaðarþing 2018 ályktaði um fjölmörg mál er varða bændur, þróun matvælaframleiðslu, uppgræðslu, skógrækt, vernd náttúrunnar, loftslagsmál, samfélagsmál og fleira.
Mynd / HKr.
Fréttir 8. mars 2018

Samningum við ESB um tollfrjálsa kvóta fyrir landbúnaðarafurðir verði sagt upp

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Á nýafstöðnu Búnaðarþingi Bændasamtaka Íslands komu fram miklar áhyggjur af tollasamingum sem gerðir voru við ESB á árunum 2007 og 2015. Búnaðarþing 2018 krefst þess að ríkisstjórn Íslands og Alþingi taki stöðu með innlendri matvælaframleiðslu með því að styrkja tollvernd íslensks land­búnaðar. 
 
Í tillögu um þessi mál, sem samþykkt var á þinginu, er þess jafnframt krafist að magntollar á búvörur verði uppreiknaðir til verðlags dagsins í dag. Þá verði samningum við ESB um tollfrjálsa kvóta fyrir landbúnaðarafurðir frá 2007 og 2015 sagt upp með vísan til breyttra forsendna.  Enn fremur verði leitað allra leiða til að nýta heimildir til að leggja tolla á innfluttar búvörur sem einnig eru framleiddar hér á landi. Þá verði innflutt kjöt umreiknað í ígildi kjöts með beini þegar um beinlausar og unnar afurðir er að ræða, við útreikninga á nýtingu gildandi tollkvóta. Í greinargerð með tillögunni segir: 
 
„Á síðustu árum hefur orðið gríðarleg aukning í innflutningi á landbúnaðarvörum. Á sama tíma eru bændur innanlands að takast á við metnaðarfullar aðbúnaðarreglugerðir til að bæta aðbúnað sem er vel. Til að fara í þær fjárfestingar er mikilvægt að breytingar í ytra umhverfi landbúnaðarins séu ekki of miklar. 
Því miður á enn eftir að meta hvaða áhrif tollasamningur við ESB frá 2015 og nýfallinn EFTA-dómur mun hafa á innlenda búvöruframleiðslu. Því er nauðsynlegt að ræða við stjórnvöld um tollverndina og hvernig hún kemur til með að þróast á gildistíma núverandi búvörusamnings. Í þeim viðræðum verði horft til þeirrar staðreyndar að framleiðsluskilyrði hér á landi eru allt önnur en þeirrar búvöru sem er verið að flytja inn, þegar horft er til stærðar framleiðslunnar og kostnaðar við aðföng. Sá aðdragandi sem var að tollasamningum sem gerðir voru við ESB bæði 2007 og 2015 gefur fullt tilefni til að ná fram skýrari stefnu stjórnvalda í tollamálum,“ segir í tillögunni sem samþykkt var á Búnaðarþingi. 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...