Samningum við ESB um tollfrjálsa kvóta fyrir landbúnaðarafurðir verði sagt upp
Á nýafstöðnu Búnaðarþingi Bændasamtaka Íslands komu fram miklar áhyggjur af tollasamingum sem gerðir voru við ESB á árunum 2007 og 2015. Búnaðarþing 2018 krefst þess að ríkisstjórn Íslands og Alþingi taki stöðu með innlendri matvælaframleiðslu með því að styrkja tollvernd íslensks landbúnaðar.