Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Frá þingfundi í morgun.
Frá þingfundi í morgun.
Mynd / HKr.
Fréttir 6. mars 2018

Beint frá býli og lífrænir bændur aðilar að Bændasamtökum Íslands

Höfundur: smh

Á þingfundi á Búnaðarþingi í morgun voru teknar fyrir aðildarumsóknir að Bændasamtökum Íslands frá Beint frá býli og Verndun og ræktun (VOR), félagi framleiðenda í lífrænum búskap. Voru þær báðar samþykktar.

Beint frá býli var stofnað 2008 og er tilgangur félagsins að hvetja til heimavinnslu og sölu beint frá bændum. Einnig að vinna að hagsmunum þeirra bænda sem stunda eða hyggjast stunda hverskonar framleiðslu og sölu á heimaunnum afurðum.

Meginmarkmið félagsins er að tryggja neytendum gæðavörur þar sem öryggi og rekjanleiki vöru er í fyrirrúmi. Félagið skal einnig hvetja til varðveislu hefðbundinna framleiðsluaðferða og kynningar á svæðisbundnum hráefnum og hefðum í matargerð.

VOR var stofnað 1993 og er hagsmunafélag framleiðenda sem stunda lífræna ræktun eða fullvinnslu lífrænna, íslenskra afurða.

Þingfundur heldur áfram eftir hádegi og verða kosningar til stjórnar um klukkan 13:30.

Skylt efni: Búnaðarþing 2018

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir
Fréttir 10. janúar 2025

Hrútarnir frá Ytri-Skógum vinsælastir

Góð þátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember, litlu minni en árið 2023, sem...

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi
Fréttir 10. janúar 2025

Vörslusviptu fé slátrað og kúabændur sviptir leyfi

Matvælastofnun hefur lagt stjórnvaldsákvarðanir á umráðamenn dýra undanfarna tvo...

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Minnkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...

Kostir og gallar við erlent kúakyn
Fréttir 9. janúar 2025

Kostir og gallar við erlent kúakyn

Á mánudaginn var haldinn fjarfundur um kosti og galla þess að flytja inn erlent ...

Ekki til setunnar boðið að hrinda verkefnum í framkvæmd
Fréttir 9. janúar 2025

Ekki til setunnar boðið að hrinda verkefnum í framkvæmd

Nýr ráðherra landbúnaðarmála er Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar í...

Svínabændur fá frest til aðlögunar
Fréttir 9. janúar 2025

Svínabændur fá frest til aðlögunar

Svínabændum hefur verið gefinn lengri frestur til aðlögunar að tilteknum skilyrð...

Barbora hlaut umhverfisverðlaun
Fréttir 8. janúar 2025

Barbora hlaut umhverfisverðlaun

Barbora Fialová hlaut umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar 2024.

Borið níu kálfum í sex burðum
Fréttir 8. janúar 2025

Borið níu kálfum í sex burðum

Kýrin Þruma á bænum Björgum í Köldukinn í Þingeyjarsveit er ansi mögnuð, en hún ...