Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra vonast til að ná festu í ráðuneytið eftir tíð ráðherraskipti.
Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra vonast til að ná festu í ráðuneytið eftir tíð ráðherraskipti.
Mynd / ál
Fréttir 9. janúar 2025

Ekki til setunnar boðið að hrinda verkefnum í framkvæmd

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Nýr ráðherra landbúnaðarmála er Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hún segir mikil tækifæri, en jafnframt miklar áskoranir, fyrir landbúnaðinn.

„Ég er gríðarlega spennt fyrir þessu ráðuneyti. Mér þykir mikið til þess koma og ég ber mikla virðingu fyrir því að vera falið þetta verkefni,“ segir Hanna Katrín Friðriksson. Hún tók við lyklavöldum í matvælaráðuneytinu eftir að ný ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins hóf störf í lok síðasta árs.

Verkefni færast til

Með breytingum á skipulagi Stjórnarráðsins sem taka gildi 1. mars mun heiti matvælaráðuneytisins breytast í atvinnuvegaráðuneyti. Samhliða því munu verkefni færast á milli ráðuneyta, en málefni viðskipta-, neytenda- og ferðamála færast til ráðuneytisins frá menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið mun taka við málefnum skógræktar og landgræðslu auk dýravelferðar.

Hanna Katrín segir að á málefnasviði ráðuneytisins liggi ekki bara grundvallaratvinnuvegir landsins og efnahagsleg stoð, heldur sé þetta líka menningarleg stoð. „Ég er ágætlega undirbúin eftir setu á síðasta kjörtímabili í atvinnuveganefnd Alþingis,“ segir hún og bendir á að þar hafi stór og mikilvæg frumvörp fengið mikla umfjöllun og er hún því vel inni í málunum.

Fimm matvælaráðherrar á árinu

„Það hefur vantað ákveðna festu í málaflokkana í ráðuneytinu með þessum tíðu ráðherraskiptum undanfarið,“ segir Hanna Katrín og bendir á að hún hafi verið fimmti matvælaráðherrann á árinu 2024. Þrátt fyrir að fjórir þeirra hafi verið innan sömu ríkisstjórnar hafi ríkt ákveðinn málefnaágreiningur innan hennar. „Forystufólk þessarar ríkisstjórnar hefur gefið út að þetta er verkstjórn þannig að mér er ekki til setunnar boðið með að hrinda þeim verkefnum í framkvæmd sem mér er falið,“ segir hún.

„Í landbúnaði erum við á tímum þar sem eru bæði gríðarlega mikil tækifæri, en fjölmargar áskoranir líka. Það er mitt og okkar að spila úr því sem best, fyrir hagsmuni bænda, fyrir hagsmuni neytenda og samfélagið. Það er stóra verkefnið fram undan.“

Búvörusamningar til skoðunar

Aðspurð um hvaða mál séu mest aðkallandi þegar kemur að landbúnaðinum segir hún mikil vægt að ganga frá stuðnings- greiðslum vegna áfalla sem dundu á bændum síðasta ár vegna kuldatíðar og kals í túnum. Annað áríðandi mál sé hár orku- kostnaður grænmetisbænda sem hún ætli að vinna með ráðherra orkumála.

Núverandi búvörusamningar renna út í lok árs 2026. Hanna Katrín segist vilja fara vel ofan í fyrirkomulag þeirra og kanna hvort þeir henti best hags- munum bænda eða hvort önnur nálgun komi til greina. „Það eru áskoranir við það að auka nýliðun, auðvelda kynslóðaskiptin og ýta undir nýsköpun. Þetta eru allt þættir sem er hægt að beita ákvæðum í búvörusamningum við, en líka hægt að leita annarra leiða,“ segir hún.

Fækkun í sölu dráttarvéla milli ára
Fréttir 9. janúar 2025

Fækkun í sölu dráttarvéla milli ára

Á vef Samgöngustofu má sjá að 127 nýjar dísilknúnar dráttarvélar voru nýskráðar ...

Kostir og gallar við erlent kúakyn
Fréttir 9. janúar 2025

Kostir og gallar við erlent kúakyn

Á mánudaginn var haldinn fjarfundur um kosti og galla þess að flytja inn erlent ...

Ekki til setunnar boðið að hrinda verkefnum í framkvæmd
Fréttir 9. janúar 2025

Ekki til setunnar boðið að hrinda verkefnum í framkvæmd

Nýr ráðherra landbúnaðarmála er Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar í...

Svínabændur fá frest til aðlögunar
Fréttir 9. janúar 2025

Svínabændur fá frest til aðlögunar

Svínabændum hefur verið gefinn lengri frestur til aðlögunar að tilteknum skilyrð...

Barbora hlaut umhverfisverðlaun
Fréttir 8. janúar 2025

Barbora hlaut umhverfisverðlaun

Barbora Fialová hlaut umhverfisverðlaun Bláskógabyggðar 2024.

Borið níu kálfum í sex burðum
Fréttir 8. janúar 2025

Borið níu kálfum í sex burðum

Kýrin Þruma á bænum Björgum í Köldukinn í Þingeyjarsveit er ansi mögnuð, en hún ...

Færri útflutt hross
Fréttir 7. janúar 2025

Færri útflutt hross

Útflutningur íslenskra hrossa árið 2024 verður minni en í fyrra.

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt
Fréttir 7. janúar 2025

Lækjarbakki flyst í Gunnarsholt

Ákveðið hefur verið að flytja meðferðarheimilið Lækjarbakka í Gunnarsholt á Rang...