Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þorleifur Jóhannesson á Hverabakka var um árabil eini framleiðandinn á íslensku selleríi sem fór í almenna dreifingu.
Þorleifur Jóhannesson á Hverabakka var um árabil eini framleiðandinn á íslensku selleríi sem fór í almenna dreifingu.
Mynd / smh
Fréttir 10. september 2021

Bændasamtök Íslands mótmæla fullyrðingum ráðherra í „sellerímálinu“

Höfundur: smh

Bændasamtök Íslands hafa sent frá sér tilkynningu þar sem þau mótmæla fullyrðingum Kristjáns Þórs Júlíussonar landbúnaðarráðherra um að frumvarpi hans um tollfrjálsan innflutning á selleríi hafi verið breytt í meðförum þingsins, meðal annars vegna þrýstings frá hagsmunasamtökum bænda.

Málið á rætur í fréttaflutningi um skort á selleríi í verslunum á Íslandi. Samtökin segja að umrædd yfirlýsing ráðherra sem hann birti á Facebook-síðu sinni 7. september síðastliðinn, þar sem hann sverji af sér skort á selleríi gagnvart fulltrúum verslunarinnar, hafi gert það að verkum  að samtök bænda séu enn á ný sökuð um að standa gegn neytendum. „Nú er mál að linni. Stjórn Bændasamtaka Íslands hafnar fullyrðingum ráðherrans og segja þær rangar og vilja koma eftirfarandi á framfæri:

  • Í drögum að frumvarpi um breytingar á búvörulögum sem birt voru í samráðsgátt stjórnvalda í júlí 2019 var lagt til að það kæmi í hlut ráðherra að úthluta tollkvótum á sellerí, með tollnúmerið 0709.4000 og ýmsum öðrum landbúnaðarvörum frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.
  • Frumvarp um breytingar á búvörulögum, 382. mál, sem lagt var fram á Alþingi af ráðherranum sjálfum, hafði að geyma tæmandi talningu á tilteknum landbúnaðarvörum sem skyldu bera toll yfir ákveðið tímabil. Sellerí var þar á meðal, sem skyldi bera lægri toll frá 1. janúar til 31. desember ár hvert.
  • Í meðförum þingsins komu vissulega fram harðar athugasemdir frá bændum sem stunda útiræktun grænmetis en frumvarpið breyttist þó ekki þar sem eftir 2. umræðu, þann 16. desember 2019 voru lægri tollar á sellerí tímabilið frá 1. janúar til 15. ágúst og 15. október til 31. desember, en almennir tollar þar sem meirihluti atvinnuveganefndar taldi að innlend framleiðsla gæti annað eftirspurn á markaði, þ.e. yfir tímabilið frá 15. ágúst til 15. október.
  • Bændasamtökin bentu á það í meðförum málsins að mikilvægt væri að sveigjanleiki væri í lögunum til þess að bregðast við uppskerubresti eða öðrum náttúrulegum aðstæðum sem takmarkað gætu framboð á innlendum vörum. Innlend framleiðsla sveiflast alltaf í takti við náttúrulegar aðstæður hvers tíma og því var það fyrirsjáanlegt að þessi staða gæti komið upp ef að tímabilin væru fastsett með engum sveigjanleika. Þessum sjónarmiðum var hafnað í meðförum þingsins.
  • Frumvarpið var svo samþykkt sem lög á Alþingi þann 23. desember 2019 þar sem enn voru tollar á sellerí en á því tilgreinda tímabili sem meirihluti atvinnuveganefndar hafði gert að tillögu sinni,“ segir í tilkynningu Bændasamtaka Íslands.

Skylt efni: tollamál | sellerí

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...