Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 mánaða.
Útboðsverð á tollkvótum fyrir innflutning á nautakjöti, svínakjöti og alifuglakjöti lækkaði við síðustu úthlutun. Hækkun varð á jafnvægisverði á pylsum, reyktu og söltuðu kjöti, ostum og ystingum.
Útboðsverð á tollkvótum fyrir innflutning á nautakjöti, svínakjöti og alifuglakjöti lækkaði við síðustu úthlutun. Hækkun varð á jafnvægisverði á pylsum, reyktu og söltuðu kjöti, ostum og ystingum.
Mynd / Eiliv Aceron
Fréttir 18. janúar 2024

Áframhaldandi rýrnun tollverndarinnar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Minni eftirspurn og lægra jafnvægisverð í útboði á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum frá Evrópusambandinu komu Margréti Gísladóttur, framkvæmdastjóra Samtaka fyrirtækja í landbúnaði, nokkuð á óvart.

„Við erum að sjá töluverðan samdrátt í eftirspurn í öllum flokkum í þessu útboði miðað við fyrri tvö útboð og jafnvel lengra aftur. Í nautakjötinu sem dæmi var eftirspurnin rétt rúmlega 40% af því sem hún var síðast og útboðsverðið fer niður í 1 kr/kg.

Til samanburðar hefur verðið verið að meðaltali um 471 kr/kg frá því samningurinn tók gildi í maí 2018. Það þýðir einfaldlega að þessi 348 tonn af nautakjöti koma nær án nokkurra gjalda inn til landsins.

Ástæða minni eftirspurnar er líklega minna verðbil á innlendri framleiðslu og innfluttri vöru að viðbættum tollum, sem sýnir einfaldlega áframhaldandi rýrnun tollverndarinnar. Þar eru margir áhrifaþættir; svo sem gengisþróun og framleiðslukostnaður. En það segir sig sjálft að á verðbólgutímum rýrnar tollur sem lagður er á sem krónutala á kíló,“ segir Margrét.

Jafnvægisverð á alifuglakjöti úr 507 í 9 krónur

Líkt og Margrét nefnir lækkar jafnvægisverð í öðrum flokkum líka samkvæmt niðurstöðu útboðsins. Þannig fengu tíu fyrirtæki innflutningskvóta fyrir 350 tonn af svínakjöti á 368 kr/kg, þetta verð var 553 krónur í fyrra.

Tíu fyrirtæki fá úthlutað tollkvótum fyrir innflutningi á alifuglakjöti fyrir 587 kr/kg, en þetta verð var 620 kr í fyrra. Þá er einnig sérstaklega úthlutaður kvóti fyrir innflutning á lífrænt ræktuðu alifuglakjöti, og fengu fjögur fyrirtæki úthlutað 100 tonnum fyrir 9 kr/kg. Þetta verð var 507 kr. í fyrra.

Hækkun á jafnvægisverði átti sér stað í vöruflokkunum „Kjöt og ætir hlutar af dýrum, saltað í saltlegi, þurrkað eða reykt“, „Ostar og ystingar“, „Pylsur og þess háttar vörur úr kjöti“ og „Annað kjöt .., unnið eða varið skemmdum“.

Fleiri tollkvótum úthlutað

Matvælaráðuneytið tilkynnti ekki eingöngu um niðurstöður útboða á tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum frá Evrópusambandinu.

Á sama tíma var einnig tilkynnt um niðurstöðu úthlutunar á tollkvótum á landbúnaðarafurðum frá Bretlandi fyrir allt árið 2024. Þar skiptu sex fyrirtæki með sér kvótum fyrir innflutning á 30 tonnum af ostum og ystingum og 18,3 tonnum af unnu kjöti. Danól ehf. fékk þar úthlutað langmest, eða nær 34 tonnum.

Sex fyrirtæki flytja inn blóm

Þá fá fyrirtækin Nathan & Olsen ehf. og Innes ehf. tollkvóta vegna innflutnings á smurostum frá Noregi samtals 12 tonn en til úthlutunar voru þó 13 tonn.

Einnig birtust þá niðurstöður á úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á blómum fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2024.

Samasem ehf., Garðheimar-Gróðurvörur ehf., Grænn markaður, Blómabúð Akureyrar ehf. og Krónan ehf. skiptu með sér þeim kvótum.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...