Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Það verður væntanlega fleira en innflutningur á ostum sem tollayfirvöld og Ríkis­endurskoðun munu gera úttekt á.
Það verður væntanlega fleira en innflutningur á ostum sem tollayfirvöld og Ríkis­endurskoðun munu gera úttekt á.
Mynd / Bbl
Fréttir 4. desember 2020

Úttekt á framkvæmd tollamála í burðarliðnum

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Alþingi samþykkt undir lok nóvember beiðni níu þingmanna Miðflokksins um að úttekt  færi fram á framkvæmd tollamála hjá Skattinum. Skoðun þessara mála var þegar komin í gang hjá sérfræðingum innan tollsins og Ríkisendurskoðun skoðar nú framkvæmd úttektar á málinu.

Aðdragandi málsins var umræða um meint lögbrot við tollmeðferð vegna innflutnings á ostum og misræmi í upplýsingum frá ESBlöndum um útflutning á ostum og um innflutning á sömu ostum til Íslands á öðrum tollnúmerum. 

Bændasamtök Íslands (BÍ) og Landssamband kúabænda (LK) sendu Bjarna Benedikssyni fjármálaráherra tölvupóst þann 28. maí 2020, þegar rúm tvö ár voru liðin af gildistíma samningsins. Erindið var innflutningur á osti í töluverðu magni sem fluttur var inn á röngu tollnúmeri og þar með tollfrjáls sem jurtaostur, en seldur á Íslandi sem venjulegur ostur. Vísað var til þessa bréfs í umræðum á Alþingi.

Starfshópur settur í málið

Þann 24. september 2020 skipaði fjármála og efnahagsráðuneytið starfshóp til að skoða hvort misræmi væri að finna milli magns í útflutningstölum úr gagnagrunni Evrópusambandsins og innflutningstölum Hagstofu Íslands vegna ákveðinna tegunda landbúnaðarvara, þ.e. nautakjöts, svínakjöts, kjúklingakjöts og mjólkurafurða. Niðurstöður þess starfshóps voru birtar að morgni 22. október. Þar er m.a. bent á að það þurfi að auka nákvæmni í skjölun og eftirfylgni við tollafgreiðslu. 

Framhald boðað á vinnu starfshóps

„Við viljum fara nánar ofan í þetta og ég hef þess vegna ákveðið að þessari vinnu skuli haldið áfram,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í umræðum á Alþingi þann sama dag. Í framhaldinu fóru níu þingmenn Miðflokksins fram á það að úttekt færi fram á framkvæmd tollamála og var það samþykkt. Úttekt slíkra mála annast Ríkisendurskoðun sem er ein af undirstofnunum Alþingis. Það er því ljóst að úttekt mun fara fram.

Gæti snúist um hundruð milljóna króna

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins er málið mjög viðamikið og talið er að það snúist um að ríkissjóður hafi orðið af hundruðum milljóna króna vegna meintrar rangrar tollmeðferðar við innflutning. Snýst það ekki eingöngu um innflutning á ostum, því ábendingar hafa einnig borist um hugsanlegt misferli við innflutning á kjöti og mögulega fleiri landbúnaðarafurðum. 

Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, sagði í grein sem birtist á vefritinu Vísi 30. nóvember að þarna hefðu evrópskir ostar breytt eðli sínu á leið yfir hafið á leið til Íslands. Þessar eðlisbreytingar höfðu í för með sér gerbreytta tollmeðferð. Ætla mætti að „sparnaður innflytjenda“ vegna þessa hafi numið um 300 milljónum á síðustu tólf mánuðum. Þarna er þorsteinn samt eingöngu að tala um meint misferli við innflutning á ostum. Í niðurlagi greinar sinnar sagði hann:

„Undanskot gjalda og skatta hafa verið landlægt vandamál á Íslandi ærið lengi. Löngu er kominn tími til að taka á þessari ósvinnu. Ekki einasta verður ríkissjóður af réttmætum tekjum heldur skekkja öll undanskot heilbrigða samkeppni. Von mín stendur til að ráðherra fjármála og þingmeirihluti hans sjái loks ljósið og samþykki hærri fjárheimildir til tolleftirlits við fjárlagaafgreiðslu nú fyrir jólin.“

Tollurinn skoðar málið

Samkvæmt fyrirspurn blaðsins til tollayfirvalda í sumar, var tollurinn þá þegar byrjaður að skoða málið og í svari sem barst í júlí kom fram að ábendingarnar væru til skoðunar af sérfræðingum embættisins en fjöldi mála sem vísað verður í feril fyrir endurákvörðun aðflutningsgjalda samkvæmt tollalögum lægi ekki fyrir. Vonir stæðu til að staðan skýrist töluvert á haustmánuðum eftir vinnu sérfræðinga. 

„Reynast ábendingarnar réttar gætu fyrstu málin sem byggja á ábendingum verið kynntar innflytjendum á þessu ári. Við meðferð mála er nauðsynlegt að standa rétt að málsmeðferðarreglum skv. tollalögum og stjórnsýslulögum,“  sagði m..a í svarinu. 

Allavega margra mánaða vinna að mati Ríkisendurskoðunar

Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi sagði aðspurður síðastliðinn mánudag, að þegar forkönnun á málinu væri lokið yrði gerð áætlun hjá Ríkisendurskoðun um úttektina. Ekki væri hægt að meta umfangið fyrr en þetta lægi fyrir, en ljóst væri að slík úttekt tæki allavega nokkra mánuði. 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...