Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Norðmenn flytja út haferni til þess að styrkja stofna í þeim Evrópulöndum sem þess óska.
Norðmenn flytja út haferni til þess að styrkja stofna í þeim Evrópulöndum sem þess óska.
Mynd / Dan Russon
Fréttir 30. ágúst 2022

Útflutningur á haförnum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Norðmenn hafa aldrei flutt út jafn marga hafarnarunga og í sumar. Samtals voru 35 ungar fluttir út til Evrópulanda.

Í Noregi er stærsti stofn hafarna í Evrópu. Vegna heilbrigðs stofns hafa Norðmenn fangað unga og flutt til annarra í Evrópu sem hafa viljað stækka eða endurvekja kyn hafarna á sínum slóðum. Af þessum 35 ungum sem fóru frá Noregi í ár voru 16 einstaklingar sendir til Írlands og 19 til Spánar, Bondebladet greinir frá.

Ungarnir eru handsamaðir við strandlengjuna í Þrándarlögum og Mæri og Raumsdal. Við eyjuna Frøya, skammt frá Þrándheimi, hefur mestur framgangur verið við að koma höndum yfir ungana þar sem hreiðrin eru gjarnan á jörðu niðri, í stað þess að vera uppi í klettum og trjám. Leitin að heppilegum hreiðrum getur verið tímafrek þar sem krafa er gerð til þess að minnst tveir ungar séu í hverju varpi.

Skylt efni: utan úr heimi | Hafernir

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...