Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Norðmenn flytja út haferni til þess að styrkja stofna í þeim Evrópulöndum sem þess óska.
Norðmenn flytja út haferni til þess að styrkja stofna í þeim Evrópulöndum sem þess óska.
Mynd / Dan Russon
Fréttir 30. ágúst 2022

Útflutningur á haförnum

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Norðmenn hafa aldrei flutt út jafn marga hafarnarunga og í sumar. Samtals voru 35 ungar fluttir út til Evrópulanda.

Í Noregi er stærsti stofn hafarna í Evrópu. Vegna heilbrigðs stofns hafa Norðmenn fangað unga og flutt til annarra í Evrópu sem hafa viljað stækka eða endurvekja kyn hafarna á sínum slóðum. Af þessum 35 ungum sem fóru frá Noregi í ár voru 16 einstaklingar sendir til Írlands og 19 til Spánar, Bondebladet greinir frá.

Ungarnir eru handsamaðir við strandlengjuna í Þrándarlögum og Mæri og Raumsdal. Við eyjuna Frøya, skammt frá Þrándheimi, hefur mestur framgangur verið við að koma höndum yfir ungana þar sem hreiðrin eru gjarnan á jörðu niðri, í stað þess að vera uppi í klettum og trjám. Leitin að heppilegum hreiðrum getur verið tímafrek þar sem krafa er gerð til þess að minnst tveir ungar séu í hverju varpi.

Skylt efni: utan úr heimi | Hafernir

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...