Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Katrín Jakobsdóttir sagði að aukin matvælaframleiðsla á Íslandi gæti orðið lóð á vogaskálarnar gegn loftslagsbreytingunum.
Katrín Jakobsdóttir sagði að aukin matvælaframleiðsla á Íslandi gæti orðið lóð á vogaskálarnar gegn loftslagsbreytingunum.
Mynd / Kristín Edda Gylfadóttir
Fréttir 27. nóvember 2018

Verðum sjálfbærari í mat­væla­framleiðslunni!

Höfundur: smh
Katrín Jakobsdóttir forsætis­ráðherra flutti setningar­ræðu á Matvæladaginn 25. október. Hún setti matvælaframleiðslu og -neyslu mannfólksins í samhengi við loftslagsmálin og sagði það ótækt að einum þriðja af matvælaframleiðslu heimsins væri hent. Hún sagði að fyrir samfélögin muni matur, matvælaframleiðsla  og matvælaneysla verða eitt af stóru pólitísku viðfangsefnum 21. aldarinnar.
 
Katrín sagði að loftslags­breytingarnar muni hafa gríðarlega áhrif á allt umhverfi okkar og allt umhverfi matvælaframleiðslu. 
 
Verðum að gera miklu betur í matvælaframleiðslu
 
Katrín sagði að sömuleiðis muni þessar breytingar hafa áhrif á innflutning matvæla til Íslands. Loftslagsbreytingarnar einar og sér ættu því að ýta við okkur Íslendingum að gera miklu betur í matvælaframleiðslu hér heima. Það skipti nefnilega miklu máli að við verðum sjálfbærari um matvælaframleiðslu; getum framleitt meiri mat og séum að einhverju leyti sjálfum okkur nóg um mat. Aukin matvælaframleiðsla hér á Íslandi – með réttum hætti – geti þannig verið lóð á vogaskálarnar gegn loftslagsbreytingunum þegar horft er til þess magns matvæla sem flutt er til landsins með tilheyrandi kolefnisfótspori. 
 
Ógnin af sýklalyfjaónæmum bakteríum
 
Katrín sagði að samfara auknum innflutningi á matvælum til Íslands verði einnig til ákveðin heilsufarsógn. Sýklalyfjaónæmar bakteríur sem fundust í innfluttu salati væri nýlegt dæmi um þá ógn.
 
Stefnumótun um matvælastefnu samvinna flestra ráðuneyta
 
Katrín ræddi næst um þá vinnu við stefnumótun á matvælastefnu fyrir Ísland, sem farin er af stað. Hún sagði að þar færi fram mjög mikilvægt starf sem nánast öll ráðuneyti ríkisstjórnarinnar væru tengd saman inn í. Með matvælastefnunni yrði lögð fram framtíðarsýnin fyrir matvælalandið Ísland. 
Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...