Blikur eru á lofti um „tímabundna“ dýrtíð
Óðaverðbólga geisaði eins og faraldur á Íslandi frá 1970 til 1990. Ástæðurnar voru ýmist heimagerðar eða innfluttar og til varð alveg sérstakt málfar til þess að lýsa ósköpunum. Þannig sagði ágætur aðstoðarseðlabankastjóri að efnahagsástandið væri í „síkviku innbyrðis jafnvægi“.