Metaðsókn að selaveislu
Árleg selaveisla fór fram í Haukahúsinu í Hafnarfirði laugardaginnn 9. nóvember og var metaðsókn að veislunni. Greinilegt var að gestir kunnu vel að meta veitingarnar sem fyrir marga eru þó harla óvenjulegar.
Árleg selaveisla fór fram í Haukahúsinu í Hafnarfirði laugardaginnn 9. nóvember og var metaðsókn að veislunni. Greinilegt var að gestir kunnu vel að meta veitingarnar sem fyrir marga eru þó harla óvenjulegar.
Löng hefð hefur verið fyrir selaveislu í tengslum við aðalfundi sela- og æðarbænda. Þótt selveiðar séu alveg aflagðar í atvinnuskyni þá er selaveislan enn í hávegum höfð undir stjórn Guðmundar Kr. Ragnarssonar, matreiðslusnillings í Veitingahúsinu Lauga-ási.
Um áraraðir hafa Samtök selabænda staðið fyrir selaveislum í tengslum við aðalfund sinn og Æðarræktarfélag Íslands.