Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Feðgarnir Ragnar Guðmundsson og Guðmundur Kr. Ragnarsson við hlaðið veisluborð í Selaveislunni á síðasta ári.
Feðgarnir Ragnar Guðmundsson og Guðmundur Kr. Ragnarsson við hlaðið veisluborð í Selaveislunni á síðasta ári.
Mynd / HKr.
Fréttir 1. nóvember 2019

Súrsaðir selshreifar og annað góðgæti

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Löng hefð hefur verið fyrir sela­veislu í tengslum við aðalfundi sela- og æðarbænda. Þótt selveiðar séu alveg aflagðar í atvinnuskyni þá er selaveislan enn í hávegum höfð undir stjórn Guðmundar Kr. Ragnarssonar, matreiðslusnillings í Veitingahúsinu Lauga-ási. 
 
Eins og á síðasta ári verður sela­veislan haldin í Haukahúsinu á Ásvöllum í Hafnarfirði og nú þann 9. nóvember næstkomandi og verður húsið opnað klukkan 19.00.  Eins og áður verður boðið upp á útselskóp, gæs, lunda, hval, lax, lamb og fleira. 
 
Guðmundur passar vel upp á að vel sé farið með hráefnið og veiðir selinn gjarnan sjálfur, enda er selkjöt vandmeðfarið ef vel á að bragðast. 
 
Eingöngu er veiddur útselskópur  af stofni sem ekki er talinn í hættu. Enda lagði Hafrannsóknastofnun til í sumar að veiðar á landsel yrðu bannaðar þótt mælingar sýni að stofninn hefur vaxið um 23% frá 2016 og nú sagður telja 9.400 dýr.  Samkvæmt stjórnunarmark­miðum fyrir landsel við Ísland skal lágmarks­stofnstærð vera 12.000 selir. 
 
Selveiðar í atvinnuskyni aflagðar
 
Engar selveiðar eru stundaðar lengur í atvinnuskyni á Íslandi, en talsvert gekk á selastofnana þegar hin opinbera hringormanefnd hvatti til gengdarlausra drápa á sel til að draga úr hringormi í fiski. Nefndin hóf greiðslu veiðiverðlauna fyrir veidda seli vorið 1982 og við það stórjukust veiðar á ný og fóru upp í fyrra hámark frá aldamótunum 1900 þegar veiddir voru á milli 6 og 7 þúsund dýr. Var farið að ganga verulega á selastofna við landið á árunum 1980 til 1989. Það sem nú veiðist er nær eingöngu selur sem af slysni festist í grásleppunetum við ströndina á vorin. 
 
 
Mikil gleði, mikið grín
 
Til selaveislunnar í Haukahúsinu mæta að sjálfsögðu allar helstu kempur selabænda og heiðursgestur flytur lauflétt gamanmál að venju. Veislustjóri verður Tryggvi Gunnarsson í Flatey. Þá mun Jóhannes Kristjánsson eftirherma frá Ingjaldssandi stíga á svið í allra kvikinda líki. Síðan verður slegið upp harmonikkuballi til klukkan eitt eftir miðnætti. Í selaveislum er að jafnaði mikið sungið, mikið gaman og mikið grín. Miða er hægt að nálgast hjá Ingibjörgu í síma 895-5808. 

Skylt efni: selaveisla | selabændur | selkjöt

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði
Fréttir 10. apríl 2025

Stuðningur við innleiðingu á LED-ljósabúnaði

Jóhann Páll Jóhannsson umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra hefur ákveðið að sty...