Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Feðgarnir Ragnar Guðmundsson og Guðmundur Kr. Ragnarsson við hlaðið veisluborð í Selaveislunni á síðasta ári.
Feðgarnir Ragnar Guðmundsson og Guðmundur Kr. Ragnarsson við hlaðið veisluborð í Selaveislunni á síðasta ári.
Mynd / HKr.
Fréttir 1. nóvember 2019

Súrsaðir selshreifar og annað góðgæti

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Löng hefð hefur verið fyrir sela­veislu í tengslum við aðalfundi sela- og æðarbænda. Þótt selveiðar séu alveg aflagðar í atvinnuskyni þá er selaveislan enn í hávegum höfð undir stjórn Guðmundar Kr. Ragnarssonar, matreiðslusnillings í Veitingahúsinu Lauga-ási. 
 
Eins og á síðasta ári verður sela­veislan haldin í Haukahúsinu á Ásvöllum í Hafnarfirði og nú þann 9. nóvember næstkomandi og verður húsið opnað klukkan 19.00.  Eins og áður verður boðið upp á útselskóp, gæs, lunda, hval, lax, lamb og fleira. 
 
Guðmundur passar vel upp á að vel sé farið með hráefnið og veiðir selinn gjarnan sjálfur, enda er selkjöt vandmeðfarið ef vel á að bragðast. 
 
Eingöngu er veiddur útselskópur  af stofni sem ekki er talinn í hættu. Enda lagði Hafrannsóknastofnun til í sumar að veiðar á landsel yrðu bannaðar þótt mælingar sýni að stofninn hefur vaxið um 23% frá 2016 og nú sagður telja 9.400 dýr.  Samkvæmt stjórnunarmark­miðum fyrir landsel við Ísland skal lágmarks­stofnstærð vera 12.000 selir. 
 
Selveiðar í atvinnuskyni aflagðar
 
Engar selveiðar eru stundaðar lengur í atvinnuskyni á Íslandi, en talsvert gekk á selastofnana þegar hin opinbera hringormanefnd hvatti til gengdarlausra drápa á sel til að draga úr hringormi í fiski. Nefndin hóf greiðslu veiðiverðlauna fyrir veidda seli vorið 1982 og við það stórjukust veiðar á ný og fóru upp í fyrra hámark frá aldamótunum 1900 þegar veiddir voru á milli 6 og 7 þúsund dýr. Var farið að ganga verulega á selastofna við landið á árunum 1980 til 1989. Það sem nú veiðist er nær eingöngu selur sem af slysni festist í grásleppunetum við ströndina á vorin. 
 
 
Mikil gleði, mikið grín
 
Til selaveislunnar í Haukahúsinu mæta að sjálfsögðu allar helstu kempur selabænda og heiðursgestur flytur lauflétt gamanmál að venju. Veislustjóri verður Tryggvi Gunnarsson í Flatey. Þá mun Jóhannes Kristjánsson eftirherma frá Ingjaldssandi stíga á svið í allra kvikinda líki. Síðan verður slegið upp harmonikkuballi til klukkan eitt eftir miðnætti. Í selaveislum er að jafnaði mikið sungið, mikið gaman og mikið grín. Miða er hægt að nálgast hjá Ingibjörgu í síma 895-5808. 

Skylt efni: selaveisla | selabændur | selkjöt

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...