Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Jafnvægisverð lækkar áfram
Fréttir 7. nóvember 2024

Jafnvægisverð lækkar áfram

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á markaði með greiðslumark í mjólk, haldinn 1. nóvember, myndaðist jafnvægisverðið 250 krónur á lítrann, sem er lækkun úr 265 krónum frá síðasta markaði.

Eins og á fyrri mörkuðum flyst greiðslumark mest til Skagafjarðar, eða 400 þúsund lítrar af alls rúmlega 778 þúsund lítrum sem keyptir voru. Næstmest fer á Suðurland, eða tæpir 140 þúsund lítrar. Sunnlenskir kúabændur selja mest af greiðslumarki, eða tæpa 370 þúsund lítra.

Alls voru 1.268.229 lítrar boðnir fram til sölu, en óskað eftir 913.450 lítrum.

Matvælaráðuneytinu bárust 35 gild tilboð um kaup og gild sölutilboð voru 24. Alls voru 20 seljendur með tilboð á jafnvægisverði eða lægra og selja 76 prósent af framboðnu magni. Kaupendur voru 29 sem buðu tilboð á jafnvægisverði eða hærra og fá allt magn sem sóst var eftir. Þannig voru sex kauptilboð undir jafnvægisverði og fjögur sölutilboð yfir jafnvægisverði. Tvö tilboð uppfylltu skilyrði um forgangsúthlutun til nýliða.

Í gildi er ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 398 kr. fyrir hvern lítra.

Í reglugerð um stuðning í nautgriparækt stendur um jafnvægisverð að það sé það verð sem myndast þegar framboðið magn er jafnt og eftirspurt magn eða lægsta verð sem jafnvægismagn getur verið selt og keypt á.

Greiðslumark sem boðið er til sölu á hærra verði en jafnvægisverði skal vísað frá markaði og á sama hátt kauptilboðum sem eru lægri en jafnvægisverð.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...