Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Jafnvægisverð lækkar áfram
Fréttir 7. nóvember 2024

Jafnvægisverð lækkar áfram

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á markaði með greiðslumark í mjólk, haldinn 1. nóvember, myndaðist jafnvægisverðið 250 krónur á lítrann, sem er lækkun úr 265 krónum frá síðasta markaði.

Eins og á fyrri mörkuðum flyst greiðslumark mest til Skagafjarðar, eða 400 þúsund lítrar af alls rúmlega 778 þúsund lítrum sem keyptir voru. Næstmest fer á Suðurland, eða tæpir 140 þúsund lítrar. Sunnlenskir kúabændur selja mest af greiðslumarki, eða tæpa 370 þúsund lítra.

Alls voru 1.268.229 lítrar boðnir fram til sölu, en óskað eftir 913.450 lítrum.

Matvælaráðuneytinu bárust 35 gild tilboð um kaup og gild sölutilboð voru 24. Alls voru 20 seljendur með tilboð á jafnvægisverði eða lægra og selja 76 prósent af framboðnu magni. Kaupendur voru 29 sem buðu tilboð á jafnvægisverði eða hærra og fá allt magn sem sóst var eftir. Þannig voru sex kauptilboð undir jafnvægisverði og fjögur sölutilboð yfir jafnvægisverði. Tvö tilboð uppfylltu skilyrði um forgangsúthlutun til nýliða.

Í gildi er ákvörðun ráðherra um að hámarksverð skuli vera þrefalt afurðastöðvaverð, sem við lok tilboðsfrests var 398 kr. fyrir hvern lítra.

Í reglugerð um stuðning í nautgriparækt stendur um jafnvægisverð að það sé það verð sem myndast þegar framboðið magn er jafnt og eftirspurt magn eða lægsta verð sem jafnvægismagn getur verið selt og keypt á.

Greiðslumark sem boðið er til sölu á hærra verði en jafnvægisverði skal vísað frá markaði og á sama hátt kauptilboðum sem eru lægri en jafnvægisverð.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...