Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Karvel L. Karvelsson.
Karvel L. Karvelsson.
Fréttir 15. ágúst 2016

Karvel í leyfi og Vignir tekur við

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hefur samþykkt að veita Karvel L. Karvelssyni, framkvæmdastjóra RML, launalaust leyfi til eins árs. 
 
Vignir Sigurðsson, fjármálastjóri RML, mun taka við stöðu Karvels á meðan. 
Að sögn Karvels mun hann taka sumarfrí mestan part septembermánaðar og fara að svo búnu í leyfi frá 1. október næstkomandi. 
 
Vignir mun taka við framkvæmdastjórastöðunni frá 1. september. 
 
Karvel segir að ástæða þess að hann er á leið í leyfi sé sú að hann er að fara að koma af stað verslun í félagi við annan mann á Akranesi.  
 
Ekki ráðið í stað Vignis
 
Hann segir að ekki sé áformað að ráða nýjan fjármálastjóra í stað Vignis, heldur verði verkefni færð til.
Karvel hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra RML frá stofnun árið 2013. RML er einkahlutafélag í eigu Bændasamtaka Íslands og eru starfsmenn um 50. 
Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...