Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Karvel L. Karvelsson.
Karvel L. Karvelsson.
Fréttir 15. ágúst 2016

Karvel í leyfi og Vignir tekur við

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hefur samþykkt að veita Karvel L. Karvelssyni, framkvæmdastjóra RML, launalaust leyfi til eins árs. 
 
Vignir Sigurðsson, fjármálastjóri RML, mun taka við stöðu Karvels á meðan. 
Að sögn Karvels mun hann taka sumarfrí mestan part septembermánaðar og fara að svo búnu í leyfi frá 1. október næstkomandi. 
 
Vignir mun taka við framkvæmdastjórastöðunni frá 1. september. 
 
Karvel segir að ástæða þess að hann er á leið í leyfi sé sú að hann er að fara að koma af stað verslun í félagi við annan mann á Akranesi.  
 
Ekki ráðið í stað Vignis
 
Hann segir að ekki sé áformað að ráða nýjan fjármálastjóra í stað Vignis, heldur verði verkefni færð til.
Karvel hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra RML frá stofnun árið 2013. RML er einkahlutafélag í eigu Bændasamtaka Íslands og eru starfsmenn um 50. 
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...