Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Enskur cheddar-ostur.
Enskur cheddar-ostur.
Mynd / Sigmund - Unsplash
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvótum á land­búnaðar­afurðum frá Bretlandi fyrir tímabilið janúar til desember 2022. KFC fær allan kjötkvótann sem í boði var, eða 18.000 kíló, á meðalverðinu 599 krónur á kílóið. Fyrirtækið fær auk þess stærstan hluta af osti og ystingi, 14.750 kíló á meðalverðinu 585 krónur á kílóið.

Um þrjá vöruliði var að ræða sem útboðið náði til; ostar og ystingar (vöruliður nr. 0406) , ostar og ystingar (vöruliður nr. ex 0406), sem skráðir eru samkvæmt vernd landfræðilegra merkinga og uppruna landbúnaðarafurða, og matvæli og annað kjöt, unnið eða varið skemmdum (vöruliður nr.1602).

Sex tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings úr síðasttalda vöruliðnum, en tilboði var einungis tekið frá KFC, sem áður segir, um innflutning á 18.000 kílóum á meðalverðinu 599 krónur á kílóið.

Stærstan hluta af ostum og ystingi úr vöruliðnum ex 0406 fékk Krónan, eða alls 3.300 kíló, en úthlutað var með hlutkesti samkvæmt reglugerð. Mjólkursamsalan fékk næstmest, 2.750 kíló. 

Hlaða hrundi í Borgarfirði
Fréttir 21. febrúar 2025

Hlaða hrundi í Borgarfirði

Geymsluhúsnæði á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands hrundi í óveðri í byrjun febrú...

Þröstur ráðinn ritstjóri
Fréttir 21. febrúar 2025

Þröstur ráðinn ritstjóri

Þröstur Helgason hefur verið ráðinn sem ritstjóri Bændablaðsins og mun hann taka...

Mótmæla breytingum á tollflokkun osta
Fréttir 21. febrúar 2025

Mótmæla breytingum á tollflokkun osta

Sex hagsmunasamtök á sviði landbúnaðar og matvælaframleiðslu hafa sent fjármála-...

Málþing um framtíð landbúnaðar
Fréttir 21. febrúar 2025

Málþing um framtíð landbúnaðar

Tekið verður á mörgum hagsmunamálum landbúnaðarins á víðum grunni á opnum fundi ...

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi
Fréttir 21. febrúar 2025

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi

Matarsóun mælist mest í frumframleiðsluþrepi virðis- keðjunnar; 29.130 tonn, eða...

Brostnar forsendur búvörusamninga
Fréttir 20. febrúar 2025

Brostnar forsendur búvörusamninga

Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur Mjólkursamsölunnar, segir að stórar spurningar v...

Fjárhús fuku á Vattarnesi
Fréttir 20. febrúar 2025

Fjárhús fuku á Vattarnesi

Á Vattarnesi í Fáskrúðsfirði varð mikið tjón á íbúðarhúsi, fjárhúsum, farartækju...

Ólögleg förgun dýrahræja
Fréttir 20. febrúar 2025

Ólögleg förgun dýrahræja

Um 87 prósent dýrahræja fóru til urðunar á árunum 2020 til 2022, samkvæmt tölum ...