Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Enskur cheddar-ostur.
Enskur cheddar-ostur.
Mynd / Sigmund - Unsplash
Fréttir 24. janúar 2022

KFC fékk mest úthlutað

Höfundur: smh

Atvinnuvega- og nýsköpunar­ráðuneytið hefur birt niðurstöðu úthlutunar á tollkvótum á land­búnaðar­afurðum frá Bretlandi fyrir tímabilið janúar til desember 2022. KFC fær allan kjötkvótann sem í boði var, eða 18.000 kíló, á meðalverðinu 599 krónur á kílóið. Fyrirtækið fær auk þess stærstan hluta af osti og ystingi, 14.750 kíló á meðalverðinu 585 krónur á kílóið.

Um þrjá vöruliði var að ræða sem útboðið náði til; ostar og ystingar (vöruliður nr. 0406) , ostar og ystingar (vöruliður nr. ex 0406), sem skráðir eru samkvæmt vernd landfræðilegra merkinga og uppruna landbúnaðarafurða, og matvæli og annað kjöt, unnið eða varið skemmdum (vöruliður nr.1602).

Sex tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings úr síðasttalda vöruliðnum, en tilboði var einungis tekið frá KFC, sem áður segir, um innflutning á 18.000 kílóum á meðalverðinu 599 krónur á kílóið.

Stærstan hluta af ostum og ystingi úr vöruliðnum ex 0406 fékk Krónan, eða alls 3.300 kíló, en úthlutað var með hlutkesti samkvæmt reglugerð. Mjólkursamsalan fékk næstmest, 2.750 kíló. 

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...