Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Förgun alifugla vegna fuglaflensu í Evrópu og á Bretlandseyjum hefur aldrei verið meiri.
Förgun alifugla vegna fuglaflensu í Evrópu og á Bretlandseyjum hefur aldrei verið meiri.
Mynd / newseu.cgtn.com
Fréttir 6. október 2022

Tugmilljónum alifugla fargað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á síðastliðnu árið, frá 30. september 2021 til 30. september 2022, var um 48 milljón alifuglum fargað í Evrópu og á Bretlandseyjum vegna fuglaflensu. Fjöldi fargaðra alifugla á einu ári hefur aldrei verið meiri.

Samkvæmt heimildum EFSA, Matvælaöryggisstofnunar Evrópu, var um 48 milljón alifuglum fargað vegna 2.600 tilfella fuglaflensu á Bretlandseyjum og löndum Evrópu á síðasta ári. Greind tilfelli fuglaflensu í Evrópu voru 3.573 í 37 löndum allt frá Svalbarða suður til Portúgal og austur til Úkraínu en sú tala er engan veginn talin lýsa fjölda tilfella rétt.

Frá 30. september 2020 til 30. september 2021 komu upp 26 tilfelli af fuglaflensu á Bretlandseyjum en ári seinna, frá 30. september 2021 til 30. september 2022, voru þau 161. Auk þess sem staðfest voru 1.727 tilfelli af fuglaflensu í 59 tegundum villtra fugla á Bretlandseyjum á síðasta ári.

Á þarsíðasta ári komu flest tilfelli af fuglaflensu á Bretlandseyjum upp á vorin og haustin en á síðasta ári komu þau upp á öllum árstímum.

Yfirdýralæknir Bretlandseyja sagði í viðtali fyrir skömmu að búist væri við að tilfellum fuglaflensu í alifuglum ætti eftir að fjölga í nánustu framtíð.

Nýtt Bændablað kom út í dag

Skylt efni: fuglaflensa

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...