Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Förgun alifugla vegna fuglaflensu í Evrópu og á Bretlandseyjum hefur aldrei verið meiri.
Förgun alifugla vegna fuglaflensu í Evrópu og á Bretlandseyjum hefur aldrei verið meiri.
Mynd / newseu.cgtn.com
Fréttir 6. október 2022

Tugmilljónum alifugla fargað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Á síðastliðnu árið, frá 30. september 2021 til 30. september 2022, var um 48 milljón alifuglum fargað í Evrópu og á Bretlandseyjum vegna fuglaflensu. Fjöldi fargaðra alifugla á einu ári hefur aldrei verið meiri.

Samkvæmt heimildum EFSA, Matvælaöryggisstofnunar Evrópu, var um 48 milljón alifuglum fargað vegna 2.600 tilfella fuglaflensu á Bretlandseyjum og löndum Evrópu á síðasta ári. Greind tilfelli fuglaflensu í Evrópu voru 3.573 í 37 löndum allt frá Svalbarða suður til Portúgal og austur til Úkraínu en sú tala er engan veginn talin lýsa fjölda tilfella rétt.

Frá 30. september 2020 til 30. september 2021 komu upp 26 tilfelli af fuglaflensu á Bretlandseyjum en ári seinna, frá 30. september 2021 til 30. september 2022, voru þau 161. Auk þess sem staðfest voru 1.727 tilfelli af fuglaflensu í 59 tegundum villtra fugla á Bretlandseyjum á síðasta ári.

Á þarsíðasta ári komu flest tilfelli af fuglaflensu á Bretlandseyjum upp á vorin og haustin en á síðasta ári komu þau upp á öllum árstímum.

Yfirdýralæknir Bretlandseyja sagði í viðtali fyrir skömmu að búist væri við að tilfellum fuglaflensu í alifuglum ætti eftir að fjölga í nánustu framtíð.

Nýtt Bændablað kom út í dag

Skylt efni: fuglaflensa

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...