Ýtt undir nýliðun
Mynd / sá
Fréttir 15. október 2024

Ýtt undir nýliðun

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Ættliðaskipti og nýliðun í landbúnaði er enn til umfjöllunar í þingsályktunartillögu.

Lögð hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um ættliðaskipti og nýliðun í landbúnaðarrekstri. Er mælt fyrir því að auðvelda og hvetja til ættliðaskipta og nýliðunar í búskap með skattalegum hvata fyrir kaupendur bújarðar til að halda áfram búskap á bújörð. Einnig með lagaákvæði um húsnæðisstuðning og annan sambærilegan félagslegan stuðning sem hið opinbera veiti.

Hvatt er til að horft sé til regluverks í Þýskalandi þar sem heimilt sé að ráðstafa jörð til lögerfingja án greiðslu, í því skyni að halda ákveðnum svæðum í landbúnaðarrekstri, en tekjuskattskvöð virkist ef viðkomandi hættir búskap. Tilgangur tillögunnar er sagður að halda ákveðnum svæðum í land- búnaðarrekstri og tryggja framtíð íslensks landbúnaðar. Tillaga svipaðs efnis hefur áður verið flutt á þremur þingum á síðustu árum. Flutningsmaður tillögunnar er Birgir Þórarinsson, Sjálfstæðisflokki.

Skylt efni: nýliðun

Gott fræár í birkinu
Fréttir 15. október 2024

Gott fræár í birkinu

Söfnun birkifræs hefur gengið ágætlega þetta haustið og víðast talsvert af fræi.

Íslenskar matarhefðir bornar á borð í Tórínó
Fréttir 15. október 2024

Íslenskar matarhefðir bornar á borð í Tórínó

Hópur matgæðinga á vegum Slow Food Reykjavík hélt til Tórínó á dögunum til að ta...

Fagurt heim að líta
Fréttir 15. október 2024

Fagurt heim að líta

Stóru-Akrar 2 liggja við þjóðbraut í Skagafirði. Býlið fékk umhverfisverðlaun Sk...

Ýtt undir nýliðun
Fréttir 15. október 2024

Ýtt undir nýliðun

Ættliðaskipti og nýliðun í landbúnaði er enn til umfjöllunar í þingsályktunartil...

Hrun í stofnum sjófugla við Ísland
Fréttir 14. október 2024

Hrun í stofnum sjófugla við Ísland

Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur og fuglaljósmyndari, hlaut Náttúruverndarv...

Auknar líkur á að lífgas- og áburðarver verði að veruleika
Fréttir 14. október 2024

Auknar líkur á að lífgas- og áburðarver verði að veruleika

Kúabændur á Suðurlandi komu til fundar í Reykholti í Bláskóga- byggð 1. október ...

Samfélagslosun dróst saman um 2,8 prósent
Fréttir 14. október 2024

Samfélagslosun dróst saman um 2,8 prósent

Samfélagslosun, sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda, dróst saman um 2,8...

Raforka verði niðurgreidd
Fréttir 14. október 2024

Raforka verði niðurgreidd

Fyrir Alþingi liggur þingsályktunartillaga um niðurgreiðslu á raforku til garðyr...