Ýtt undir nýliðun
Ættliðaskipti og nýliðun í landbúnaði er enn til umfjöllunar í þingsályktunartillögu.
Lögð hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga um ættliðaskipti og nýliðun í landbúnaðarrekstri. Er mælt fyrir því að auðvelda og hvetja til ættliðaskipta og nýliðunar í búskap með skattalegum hvata fyrir kaupendur bújarðar til að halda áfram búskap á bújörð. Einnig með lagaákvæði um húsnæðisstuðning og annan sambærilegan félagslegan stuðning sem hið opinbera veiti.
Hvatt er til að horft sé til regluverks í Þýskalandi þar sem heimilt sé að ráðstafa jörð til lögerfingja án greiðslu, í því skyni að halda ákveðnum svæðum í landbúnaðarrekstri, en tekjuskattskvöð virkist ef viðkomandi hættir búskap. Tilgangur tillögunnar er sagður að halda ákveðnum svæðum í land- búnaðarrekstri og tryggja framtíð íslensks landbúnaðar. Tillaga svipaðs efnis hefur áður verið flutt á þremur þingum á síðustu árum. Flutningsmaður tillögunnar er Birgir Þórarinsson, Sjálfstæðisflokki.