Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Cooney undir stjórn Sigurðar Líndal leikstjóra. Æfingartímabilið gekk alveg ljómandi vel og hófust sýningar á páskadag - í húsnæði Sauðfjársetursins á Ströndum – í félagsheimilinu Sævangi.

Verkið gerist í London og fjallar um Eric Swan, sem hefur verið duglegur að svíkja út bætur síðustu tvö árin. Hann ætlar sér þó að minnka svindlið sem þá vindur upp á sig með sífellt skrautlegri afleiðingum. Inn í málið flækjast meðal annars leigjandinn hans, sambandsráðgjafi og útfararstjóri, svo einhverjir séu nefndir.

Tíu leikarar taka þátt í uppsetningunni á Bót og betrun, fimm konur og fimm karlar. Á bak við tjöldin starfar fjöldi fólks auk leikstjórans, við sviðsmynd og ljós, búninga og förðun, markaðsefni og gerð leikskrár. Nú eru eftir þrjár sýningar, þann 24, 29 og 30 apríl, þá lokasýning. Hægt er að kaupa súpu á Sauðfjársetrinu fyrir sýningar og opnar húsið 18:30, en miða-og súpupantanir eru í síma 693 3474 (Ester).

Gaman er að geta þess að nýverið setti leikfélagið á fót heimasíðuna leikholm.is, en þar er að finna margskonar fróðleik og hin helstu tíðindi félagsins.

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....