Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Friðrik Ólafsson, stórmeistari í skák.
Friðrik Ólafsson, stórmeistari í skák.
Mynd / timarit.is
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Höfundur: Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði halda mörg skákfélög sín árlegu meistaramót, oft kölluð skákþing.

Skákþing Kópavogs fór fram í byrjun janúar. Taflfélag Reykjavíkur heldur sitt árlega Skákþing Reykjavíkur í janúar, sem reyndar teygir sig líka aðeins inn í febrúar. Skákþing Akureyrar stendur yfir í janúar og líka aðeins inn í febrúar og Skákþing Goðans í Þingeyjarsýslu og Húsavík verður teflt á einni helgi á Húsavík í janúar.

Fyrirkomulag á þessum skákþingum getur verið misjafnt. Sum þeirra eru tefld á einni helgi og með blöndu af atskákum og kappskákum. Önnur eru tefld yfir lengri tíma og eingöngu kappskákir í boði. Dæmi eru um að sum þessara móta séu riðlaskipt og/eða tefld í nokkrum styrkleikaflokkum. Allt fer þetta eftir stærð og hentugleika hvers félags fyrir sig. Félögin reyna oftast að gera það sem þau geta til að tryggja að sem flestir geti verið með og þá er rétt tímasetning stórt atriði.

Það hefur sýnt sig að í janúar er fólk alla jafna ekki mikið á þvælingi, svo skömmu eftir jól og áramót, og það gildir líka um skákmenn. Þess vegna er tilvalið að halda skákmót á „dauðum“ tíma eins og janúar oft er. Febrúar getur líka verið hentugur, en þegar líða tekur nær vori vandast málið. En það er kannski einmitt þess vegna sem janúar er mikill skákmánuður á Íslandi.

Íslenski skákdagurinn er líka haldinn 26. janúar ár hvert. Það er afmælisdagur Friðriks Ólafssonar, sem er fyrsti stórmeistari Íslendinga, en hann verður níræður í ár. Það er því við hæfi að birta eina stöðumynd úr einni af skákum Friðriks.

Ef lesendur Bændablaðsins luma á áhugaverðum skákum geta þeir haft samband.  Hermann Aðalsteinsson, lyngbrekku@simnet.is

Friðrik hafði hér hvítt gegn „töframanninum frá Ríga“, Mikhail Tal, og í fljótu bragði virðist sem drottning Friðriks sé í vandræðum. Tal lék síðast 21....Hc8 sem reyndist vera afleikur því eftir 22. leik hvíts Dxc8 – skák, gaf Tal skákina þar sem hann má ekki taka drottninguna með biskup því þá á hvítur mát í einum leik. (He8+ mát). Tal getur leikið fyrir skákina með riddara, en er samt orðinn hrók undir sem er ekki vænlegt til árangurs.

Skylt efni: Skák

Skákmánuðurinn janúar
Líf&Starf 3. febrúar 2025

Skákmánuðurinn janúar

Janúarmánuður hefur lengi verið frekar stór skákmánuður á Íslandi. Í þeim mánuði...

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann
Líf&Starf 13. desember 2024

Þörfnumst heilbrigðara sambands við tímann

Carl Honoré, sem gjarnan hefur verið kallaður rödd alþjóðlegu Hæglætishreyfingar...

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...