Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Í nóvember á síðasta ári voru 20 gimbrar keyptar í því skyni að byggja upp sauðfjárbúskapinn sem einnig verður lífrænt vottaður.
Í nóvember á síðasta ári voru 20 gimbrar keyptar í því skyni að byggja upp sauðfjárbúskapinn sem einnig verður lífrænt vottaður.
Mynd / Aðsendar
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmlega fimm milljóna króna styrk til að þróa ostagerð úr sauðamjólkurframleiðslunni.

Sérstaða búsins felst í því að þar verður sauðfjárbúskapur stundaður á forsendum ostagerðarinnar.

Uppskerubrestur í útiræktuninni
Eiríkur Gunnarsson.

„Tíðin í sumar hefur sett verulegt strik í reikninginn hjá okkur,“ segir Eiríkur Gunnarsson, einn bændanna í Syðra-Holti, en þar er rekið félagsbú þeirra Eiríks, Inger Steinsson, Vífils Eiríkssonar og Alejandra Soto Hernández. Fram til þessa hefur búreksturinn aðallega snúist um lífrænt vottaða grænmetisframleiðslu en í nóvember á síðasta ári voru 20 gimbrar keyptar í því skyni að byggja upp sauðfjárbúskapinn sem einnig verður lífrænt vottaður.

„Við erum ekki byrjuð að mjólka eins við gerðum ráð fyrir. Það hefur allt tafist má segja í okkar búrekstri; bæði að fá mjaltavélina og eins er heyskap ekki lokið og því hefur seinkað að setja lömbin á beit. Svo má eiginlega segja að orðið hafi almennur uppskerubrestur hjá okkur í útiræktun grænmetis, svo slæmt hefur veðrið verið í sumar.

Við höfðum vonast eftir að geta hafið tilraunaframleiðslu á ostum núna í haust og vonumst reyndar enn eftir að geta mjólkað eitthvað og byrjað að prófa okkur áfram,“ segir Eiríkur, en væntir þess að þróunarferlið muni taka nokkuð langan tíma.

Ostagerðarmaður erlendis frá

„Hugmyndin með þessari styrkumsókn var að við myndum frysta mjólkina og fá svo til okkar ostagerðarmann erlendis frá seinna í haust eða byrjun vetrar til að hjálpa okkur að þróa hugmyndir til að vinna úr henni,“ heldur Eiríkur áfram.

„Okkar áætlanir eru hins vegar óbreyttar með að við stefnum á að vera komin með eina ostategund í það minnsta á markað árið 2026. Það kann að hljóma langur þróunartími en við höfum metnað til þess að gera góða osta sem hafa sérstöðu, ekki bara venjulega osta, og þá tekur þetta bara sinn tíma. Þessi styrkur úr Matvælasjóði gerir okkur það fært.“

Úrvals sauðaostar

Að sögn Eiríks er einhver reynsla til staðar á Íslandi sem hægt er að sækja í varðandi sauðamjólkurvinnslu, en kannski ekki alveg á því sviði sem þau þurfi helst á að halda.

„Með fullri virðingu fyrir öðrum sauðamjólkurframleiðendum hér á Íslandi þá er enginn þeirra kannski að hugsa á þeim nótum sem við gerum, að reyna að þróa nokkrar tegundir íslenskra sauðaosta sem séu í úrvalsflokki. Ég veit til dæmis ekki til þess að það séu aðrir bændur í sauðfjárrækt á forsendum ostagerðarinnar eins og okkar upplegg er.

Við stefnum áfram á að vera með um 80 mjólkandi ær og þetta verður auðvitað í sjálfu sér líka þróunarverkefni. Við höfum farið í vettvangsferðir til Norðurlandanna þar sem slíkur búskapur þykir ekki vera sérstaklega óvenjulegur – og til dæmis í Svíþjóð er mikil vakning fyrir matarhandverki. En við erum að stefna kannski lengra suður á bóginn, til Frakklands eða Spánar, til sækja innblásturinn.

Við kynntumst ítölskum sauðfjárbónda í einni af ferðum okkar til Norðurlanda, en hann var bara beinlínis með ostagerðina í blóðinu og smitaði okkur af eldmóði sínum. Hann ætlar svo að hjálpa okkur að tengjast öðru ostagerðarfólki þarna í Suður- Evrópu, sem gætu aðstoðað okkur.

Þetta verður auðvitað talsverð þróunarvinna, að vinna með íslensku mjólkina, sem er ekki eins og sú sem unnið er með annars staðar í Evrópu til dæmis.“

Sækja áhrif til Suður-Evrópu
Líf&Starf 9. október 2024

Sækja áhrif til Suður-Evrópu

Í síðustu úthlutun Matvælasjóðs fengu bændur í Syðra-Holti í Svarfaðardal rúmleg...

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi
Líf&Starf 14. ágúst 2024

Brautryðjandi í búskap með íslenska hesta í Noregi

Ingebjørg Helkås Vaa fæddist í Noregi 14. júlí 1933, yngst fimm systkina. Hún va...

Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist...

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!
Líf&Starf 10. maí 2022

Heitt poppkorn er hollt sælgæti!

Svo hljóðaði auglýsing er birtist á síðu Morgunblaðsins í júlílok árið 1968 - en...

Lesning fyrir heilabilaða
Líf&Starf 4. maí 2022

Lesning fyrir heilabilaða

Þegar ég setti saman bókina Í húsi afa míns sem kom út fyrir tólf árum, hvarflað...

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!
Líf&Starf 19. apríl 2022

Fimm hurða farsi leikfélags Hólmavíkur!

Nú hefur leikfélag Hólmavíkur sett upp farsann Bót og betrun eftir Michael Coone...

Ef væri ég gullfiskur!
Líf&Starf 28. mars 2022

Ef væri ég gullfiskur!

Spéfarsinn „Ef væri ég gullfiskur“ eftir Árna Ibsen, í flutningi leikfélags Umf....

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði
Líf&Starf 16. mars 2022

Ekki um ykkur! Verk Leikfélags Menntaskólans á Ísafirði

Leikfélag Menntaskólans á Ísafirði frumsýndi leikritið „Ekki um ykkur” eftir Gun...