Snáði 23017 er frá Hnjúki í Vatnsdal undan Búkka 17031 og móðurfaðir er
Máni 1447162-0375.
Snáði 23017 er frá Hnjúki í Vatnsdal undan Búkka 17031 og móðurfaðir er Máni 1447162-0375.
Mynd / Sveinbjörn Eyjólfsson
Á faglegum nótum 31. janúar 2025

Kyngreint sæði í notkun

Höfundur: Guðmundur Jóhannesson er ábyrgðarmaður í nautgriparækt.

Nú eru nýkomin í notkun sex ný naut og þar af stendur til boða kyngreint sæði úr fimm þeirra. Sá galli er þó á gjöf Njarðar að notkun þeirra verður í tilraunaskyni þannig að hvorki frjótæknar né notendur vita hvort um er að ræða kyngreint eða hefðbundið sæði við notkun þeirra.

Þetta er gert til þess að val hafi ekki áhrif á niðurstöðurnar. Helmingur þess sæðis sem fer í dreifingu úr þeim er kyngreindur og helmingur hefðbundið sæði. Þannig má leiða líkum að því að um 20–25% fleiri kvígukálfar fæðist undan þessum nautum í fyllingu tímans.

Þau naut sem koma til notkunar með kyngreindu og hefðbundnu sæði núna eru Snáði 23017, Stimpill 23020, Maddi 23022, Sokkur 23023 og Abraham 23030. Þá kemur Seimur 23021 einnig til notkunar á hefðbundinn hátt, þ.e. úr honum er einungis hefðbundið sæði. Hér á eftir er að finna nánari upplýsingar um þessi naut.

Snáði 23017 er frá Hnjúki í Vatnsdal undan Búkka 17031 og móðurfaðir er Máni 1447162-0375. Snáði var valinn á stöð á grunni erfðamats og því byggir umsögn ekki á hans eigin dætrum. Erfðamat Snáða gefur til kynna að dætur hans verði mjólkurlagnar kýr með hlutfall fitu í mjólk um meðallag en hátt próteinhllutfall. Þetta ættu að verða bolléttar kýr og háfættar. Júgurgerðin góð, vel borin júgur með góða festu en ekki mjög greinilegt júgurband. Spenar eilítið stuttir og grannir og vel settir. Mjaltir og skap í meðallagi. Heildareinkunn 113.

Stimpill 23020 er frá Syðri-Bægisá í Öxnadal. Faðir er Ós 17034 og móðurfaðir Ýmir 13051.

Stimpill 23020 er frá Syðri-Bægisá í Öxnadal. Faðir er Ós 17034 og móðurfaðir Ýmir 13051. Stimpill var valinn á stöð á grunni erfðamats og því byggir umsögn ekki á hans eigin dætrum. Erfðamat Stimpils gefur til kynna að dætur hans verði mjólkurlagnar kýr með hlutfall fitu í mjólk um meðallag en próteinhllutfall undir meðallagi. Þetta ættu að verða í meðallagi bolmiklar kýr og háfættar. Júgurgerðin góð, mjög vel borin júgur með prýðilega festu og greinilegt júgurband. Spenar eilítið stuttir, hæfilega þykkir og vel settir. Mjaltir mjög góðar og skap í góðu meðallagi. Heildareinkunn 111.

Maddi 23022 er frá Bryðjuholti í Hrunamannahreppi undan Banana 20017 og móðurfaðir er Hálfmáni 13022.

Maddi 23022 er frá Bryðjuholti í Hrunamannahreppi undan Banana 20017 og móðurfaðir er Hálfmáni 13022. Maddi var valinn á stöð á grunni erfðamats og því byggir umsögn ekki á hans eigin dætrum. Erfðamat Madda bendir til að dætur hans verði í góðu meðallagi mjólkurlagnar kýr með hlutföll verðefna í mjólk nærri meðallagi. Þetta ættu að verða bolléttar kýr og í góðu meðallagi háfættar. Júgurgerðin úrvalsgóð, mjög vel borin júgur með mikla festu og mjög greinilegt júgurband. Spenar fremur stuttir, aðeins þykkir og mjög vel settir. Mjaltir mjög góðar sem og skapið. Heildareinkunn 114.

Sokkur 23023 er frá Hvanneyri í Andakíl undan Beyki 18031 og móðurfaðir er Sjarmi 12090.

Sokkur 23023 er frá Hvanneyri í Andakíl undan Beyki 18031 og móðurfaðir er Sjarmi 12090. Sokkur var valinn á stöð á grunni erfðamats og því byggir umsögn ekki á hans eigin dætrum. Erfðamat Sokks gefur til kynna að dætur hans verði mjög mjólkurlagnar kýr með hlutfall fitu í mjólk undir meðallagi en próteinhlutfall vel yfir meðallagi. Þetta ættu að verða bolmiklar kýr og í góðu meðallagi háfættar. Júgurgerðin meðalgóð, meðalvel borin júgur með prýðilega festu og greinilegt júgurband. Spenar hæfilegir að lengd og þykkt og vel settir. Mjaltir meðalgóðar og skapið mjög gott. Heildareinkunn 114.

Abraham 23030 er frá Gýgjarhólskoti í Biskupstungum. Faðir er Skáldi 19036 og móðurfaðir Glymur 18037.

Abraham 23030 er frá Gýgjarhólskoti í Biskupstungum. Faðir er Skáldi 19036 og móðurfaðir Glymur 18037. Abraham var valinn á stöð á grunni erfðamats og því byggir umsögn ekki á hans eigin dætrum. Erfðamat Abrahams bendir til að dætur hans verði mjólkurlagnar kýr með hlutfall fitu um meðallag en próteinhlutfall undir meðallagi. Þetta ættu að verða frekar bolléttar kýr og háfættar. Júgurgerðin góð, vel borin júgur með góða festu en ekki mjög greinilegt júgurband. Spenar hæfilegir að lengd, fremur þykkir og vel settir. Mjaltir góðar og skapið úrvalsgott. Heildareinkunn 110.

Seimur 23021 er frá Litla-Ármóti í Flóa. Faðir er Títan 17036 og móðurfaðir Kópur 16049.

Seimur 23021 er frá Litla-Ármóti í Flóa. Faðir er Títan 17036 og móðurfaðir Kópur 16049. Seimur var valinn á stöð á grunni erfðamats og því byggir umsögn ekki á hans eigin dætrum. Erfðamat Seims bendir til að dætur hans verði mjólkurlagnar kýr með hlutfall fitu í mjólk um meðallag og próteinhllutfall yfir meðallagi. Þetta ættu að verða bolmiklar kýr og háfættar. Júgurgerðin í góðu meðallagi, meðalvel borin júgur með prýðilega festu en ekki mjög greinilegt júgurband. Spenar fremur stuttir, aðeins þykkir og vel settir. Mjaltir úrvalsgóðar og skapið gott. Heildareinkunn 111.

Á sama tíma fer nokkur hópur nauta úr notkun eða þeir Nafni 19009, Magni 20002, Pinni 21029, Vorsi 22002, Hnallur 22008, Ægir 22010, Flammi 22020, Strókur 22023, Drungi 22024, Úlfar 22026, Þrymur 22027, Hrauni 22030 og Goði 23018. Þessi naut eru ýmist búin að vera lengi í notkun eða hún farin að minnka. Þannig má telja þá fullnotaða nema hvað í tilviki Goða 23018 er sæði úr honum uppurið.

Reykhóll 23002, Ísjaki 23004, Miði 23006, Dúskur 23006, Siffi 23009, Gráni 23010, Hvinur 23015 og Nenni 23016 verða áfram í notkun. Þannig verða því 14 naut í notkun næstu vikurnar.

Rétt er að geta þess að á sama tíma og sæði úr íslensku nautunum var kyngreint var einnig tekið sæði í Angus-nautinu Lunda 23403 til kyngreiningar. Það sæði var kyngreint á hinn veginn þannig að það gefur nautkálfa en ekki kvígukálfa (Y-sæði). Kyngreint sæði úr Lunda er komið til dreifingar og er ekki í neinni tilraun þannig að það er í boði til þess að fá nautkálfa.

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...