Ísland er stefnulaust þegar kemur að lífrænni framleiðslu
Ísland stendur norrænum þjóðum mun aftar þegar kemur að lífrænni framleiðslu og hefur ekki sett sér nein langtíma markmið í þessum efnum. Þetta kemur fram í markaðsgreiningu sem unnin var á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og kom út í ár. Heiti skýrslunnar er Markaðsgreining lífrænnar fæðu á Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum.