Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Þórður Halldórsson á Akri er formaður Félags framleiðenda í lífrænum búskap.
Þórður Halldórsson á Akri er formaður Félags framleiðenda í lífrænum búskap.
Mynd / smh
Fréttir 6. maí 2015

Félag framleiðenda í lífrænum búskap hyggst sækja um aðild að BÍ

Höfundur: smh
Aðalfundur VOR 2015, félags framleiðenda í lífrænum búskap, var  haldinn 15. apríl í Bændahöllinni við Hagatorg. Félagið ætlar að sækja á ný um aðild að Bændasamtökum Íslands.
 
Breytingar urðu í stjórn félagsins; Jóhanna B. Magnúsdóttir fór úr stjórn og Gunnþór Guðfinnsson kemur nýr inn. Aðrir í stjórn eru Þórður Halldórsson, Kristján Oddsson, Eygló Björk Ólafsdóttir og Guðfinnur Jakobsson.
 
Aðildarumsókn að BÍ
 
Á aðalfundinum var samþykkt að stjórn myndi undirbúa aðildarumsókn að Bændasamtökum Íslands (BÍ) og svo var stjórn falið að vinna að endurvakningu fagráðs um lífrænan búskap.  Búnaðarþing 2015 ályktaði einmitt um mikilvægi þess að framleiðsla á lífrænt vottuðum landbúnaðarvörum væri efld og styrkja þyrfti ýmsar grunnstoðir í lífrænum búskap, meðal annars með því að endurvekja fagráð í lífrænni ræktun. Búnaðarþing 2015 ályktaði að ein leið að því marki að efla þessa framleiðslu væri sú að VOR sækti um aðild að BÍ. 
 
Nýr ráðgjafi kynntur
 
Ólafur Dýrmundsson lét nýverið af störfum sem ráðunautur í lífrænum búskap hjá BÍ og á fundinum var Lena Reiher, hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, kynnt sem arftaki Ólafs.
 
Á fundinum kom fram að góð aðsókn hefði verið í nýtt nám í lífrænni garðyrkju á Reykjum og stunda 11 nemendur nám þar nú. 

2 myndir:

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...