Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Þórður Halldórsson á Akri er formaður Félags framleiðenda í lífrænum búskap.
Þórður Halldórsson á Akri er formaður Félags framleiðenda í lífrænum búskap.
Mynd / smh
Fréttir 6. maí 2015

Félag framleiðenda í lífrænum búskap hyggst sækja um aðild að BÍ

Höfundur: smh
Aðalfundur VOR 2015, félags framleiðenda í lífrænum búskap, var  haldinn 15. apríl í Bændahöllinni við Hagatorg. Félagið ætlar að sækja á ný um aðild að Bændasamtökum Íslands.
 
Breytingar urðu í stjórn félagsins; Jóhanna B. Magnúsdóttir fór úr stjórn og Gunnþór Guðfinnsson kemur nýr inn. Aðrir í stjórn eru Þórður Halldórsson, Kristján Oddsson, Eygló Björk Ólafsdóttir og Guðfinnur Jakobsson.
 
Aðildarumsókn að BÍ
 
Á aðalfundinum var samþykkt að stjórn myndi undirbúa aðildarumsókn að Bændasamtökum Íslands (BÍ) og svo var stjórn falið að vinna að endurvakningu fagráðs um lífrænan búskap.  Búnaðarþing 2015 ályktaði einmitt um mikilvægi þess að framleiðsla á lífrænt vottuðum landbúnaðarvörum væri efld og styrkja þyrfti ýmsar grunnstoðir í lífrænum búskap, meðal annars með því að endurvekja fagráð í lífrænni ræktun. Búnaðarþing 2015 ályktaði að ein leið að því marki að efla þessa framleiðslu væri sú að VOR sækti um aðild að BÍ. 
 
Nýr ráðgjafi kynntur
 
Ólafur Dýrmundsson lét nýverið af störfum sem ráðunautur í lífrænum búskap hjá BÍ og á fundinum var Lena Reiher, hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, kynnt sem arftaki Ólafs.
 
Á fundinum kom fram að góð aðsókn hefði verið í nýtt nám í lífrænni garðyrkju á Reykjum og stunda 11 nemendur nám þar nú. 

2 myndir:

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum
Fréttir 14. nóvember 2024

Fjögur landeldisfyrirtæki í Bændasamtökunum

Deild landeldis innan Bændasamtaka Íslands var stofnuð sumarið 2022. Fjögur land...

Bændur læra af hver öðrum
Fréttir 14. nóvember 2024

Bændur læra af hver öðrum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir stýrð...

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís
Fréttir 14. nóvember 2024

Skipulega haldið utan um feldfjárrækt í Fjárvís

Nýverið bárust tíðindi af því að verið væri að setja inn upplýsingar um feldfé í...

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald
Fréttir 14. nóvember 2024

Nýtt merki vottar gott starfsmannahald

Friðheimar eru í samstarfi við Báruna, stéttarfélag, að innleiða nýtt merki, Í l...

Nægjusemi í nóvember
Fréttir 13. nóvember 2024

Nægjusemi í nóvember

Landvernd og Grænfánaverkefnið standa fyrir átakinu Nægjusamur nóvember.

Vilja harðfisk á lista UNESCO
Fréttir 13. nóvember 2024

Vilja harðfisk á lista UNESCO

Slow Food Reykjavík vinnur að því að fá vinnsluhefðir tengdar harðfiski og skrei...

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims
Fréttir 13. nóvember 2024

Stefnt að loftslagsvænstu landbúnaðarafurðum heims

Ragnheiður Björk Halldórsdóttir, iðnaðarverkfræðingur og sjálfbærniráðgjafi, lei...

Skrefagjald innleitt
Fréttir 13. nóvember 2024

Skrefagjald innleitt

Ísafjarðarbær hefur ákveðið að innheimta svokallað skrefagjald vegna sorphirðu.