Mótmæla frekari uppkaupum á hlunnindajörðum
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið óskaði eftir umsögn Húnaþings vestra um kaup Flaums, sem Andri Teitsson er í forsvari fyrir, vegna fyrirhugaðra kaupa á jörðinni Núpsdalstungu. Fyrir á félagið um sex þúsund hektara lands en samkvæmt jarðarlögum þarf að fá álit sveitarfélaga ef eign kaupanda fer yfir ákveðinn fjölda jarða og hektara.