Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Haukur Arnþórsson stjórnsýslu­fræðingur telur það óhjákvæmilegt að bændur eigi jarðir sínar. Þeir hafi barist fyrir því um aldir.
Haukur Arnþórsson stjórnsýslu­fræðingur telur það óhjákvæmilegt að bændur eigi jarðir sínar. Þeir hafi barist fyrir því um aldir.
Mynd / BR
Fréttir 3. ágúst 2018

Umræðan snýst ekki aðeins um bújarðir

Höfundur: Bjarni Rúnarsson
Haukur Arnþórsson, stjórn­sýslufræðingur hjá Reykjavíkur-Akademíunni, segist ekki vilja einangra umræðuna við viðskipti með bújarðir, heldur almennt við kaup og sölu á landi. 
 
Hafa þurfi í huga að aðeins fjórðungur landsins sé ræktanlegur, eignarhald á landi sem ekki sé ræktanlegt skipti miklu máli. Hann segir að fullt viðskiptafrelsi með land tíðkist ekki í nágrannaríkjunum. Land hafi svo einstaka og sterka stöðu efnahagslega og pólitískt að óhjákvæmilegt sé að ríkið setji viðskiptum með það skorður. Hann segir að málið teygi sig aftur til ársins 2004 þegar ný jarða- og ábúðarlög voru sett. Þar með hafi auðmenn á EES-svæðinu, þar með talið Íslandi, fengið frítt spil og jarðaverð tekið að hækka. 
 
Haukur telur það óhjákvæmilegt að bændur eigi jarðir sínar. Þeir hafi barist fyrir því um aldir gegn lénsherrum, kóngum og kirkjunni og haft betur. Nú stafi hættan ekki af kóngum (ríkinu) eða kirkjunni, heldur af auðmönnum og félögum þeirra. Leiga jarða muni hækka í takt við verð þeirra og gæti hún orðið afar há. Hún gæti orðið svo há að ný landnýting kæmi til skjalanna. Þetta sé í takt við markaðslögmálin; leigufélögin á húsnæði í Reykjavík segi, „við hækkum leiguna af því að við getum það“.
 
Forkaupsréttur sveitarfélaga ein leið
 
Takmarkanir á eignarhaldi brjóta ekki í bága við reglur EES að mati Hauks ef þær ná til allra íbúa svæðisins. Hann segir að hægt sé að setja skilyrði fyrir sölu, kaupum og nýtingu eins lengi og slík ákvæði séu málefnaleg og standist réttmætissjónarmið. Slíkt tíðkist í nágrannaríkjunum. Hvaða leiðir séu færar í því samhengi þurfi að hugsa vandlega. Markmið þeirrar vinnu sé að tryggja lágt verð á landi og einstaklingseign bænda og íbúa í samfélaginu og hindra að hátt verð magni upp leigu og landnýtingu í þágu auðs. Meðal þess sem hægt sé að gera sé að koma á forkaupsrétti sveitarfélaga eins og nefnt hafi verið en hann dugi þó ekki einn og sér. Viðskiptafrelsið hafi slík áhrif á jarðaverð að sveitarfélög utan höfuðborgarsvæðisins séu ekki í stakk búin til að kaupa.
 
Áhrifin sums staðar jákvæð
 
Guðmundur Wiium, formaður veiðifélags Selár, segir að jarðakaup í Vopnafirði hafi komið í veg fyrir að jarðir hafi lagst í eyði og að búskap hafi sums staðar verið viðhaldið og jafnvel byggður upp með kvótakaupum og fleiru. Hann segir að dæmi séu um að skuldugir bændur hafi getað selt jörð sína og komið undir sig fótunum annars staðar, þar sem ekkert hafi verið fram undan annað en yfirtaka banka með tilheyrandi raski á búsetu.
 
Hann segir það áhyggjuefni að bændum skuli ekki takast að viðhalda búsetu með þeim hætti að erfingjar taki við búrekstri. Hins vegar sé það betri kostur að jarðirnar séu keyptar og búsetu viðhaldið þar með. 
Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...