Framúrskarandi árangur í Lækjartúni hvað varðar vaxtarhraða ungneyta
Í lok nóvember á síðasta ári var nautahópi slátrað frá Lækjartúni í Ásahreppi. Nautin, sem voru við slátrun 16‑18 mánaða gömul, slógu öll met þar á bæ hvað varðar flokkun og meðalvigt sem fór í 373,5 kíló. Ekki einasta er þarna um að ræða persónulegt met Lækjartúnsbænda, heldur er árangur þeirra, samkvæmt skýrsluhaldi nautgriparæktar Ráðgjafarmiðst...