Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þessi mynd af þeim Gunnari Þór Þórissyni og Guðrúnu Marinósdóttur, bændum á Búrfelli í Svarfaðardal, var tekin í september 2017. Þá voru þau á kafi í vinnu við nýja fjósbyggingu sem tekin var í notkun vorið 2018. Þetta fjós, sem er með stórbættri aðstöðu og einum mjaltaþjóni, á trúlega sinn hlut í að skila þeim í efsta sæti meðal íslenskra kúabænda hvað meðalnyt varðar  á hverja kú.
Þessi mynd af þeim Gunnari Þór Þórissyni og Guðrúnu Marinósdóttur, bændum á Búrfelli í Svarfaðardal, var tekin í september 2017. Þá voru þau á kafi í vinnu við nýja fjósbyggingu sem tekin var í notkun vorið 2018. Þetta fjós, sem er með stórbættri aðstöðu og einum mjaltaþjóni, á trúlega sinn hlut í að skila þeim í efsta sæti meðal íslenskra kúabænda hvað meðalnyt varðar á hverja kú.
Mynd / Margrét Þóra Þórsdóttir
Líf og starf 15. janúar 2021

Afurðahæstu kýr landsins 2020 voru á bænum Búrfelli í Svarfaðardal

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Kúabúið að Búrfelli í Svarfaðardal var afurðahæsta kúabú landsins að meðaltali á árskýr á árinu 2020 samkvæmt skýrsluhaldi Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins. Þar mjólkaði hver kýr að meðaltali 8.579 kg yfir árið.

Það er býsna vel að verki staðið fyrir okkar smávöxnu kýr að skila tæpum 8,6 tonnum af mjólk á einu ári, en á Búrfelli eru 42,6 árskýr. Bændur á Búrfelli eru Guðrún Marinósdóttir og Gunnar Þór Þórisson.

Guðrún er fædd og uppalin á Búrfelli í Svarfaðardal, hún tók við búinu af foreldrum sínum árið 1998, en Gunnar Þór, sem ólst upp í Auðbrekku í Hörgársveit, flutti að Búrfelli árið 2000. Þau reistu glænýtt 688 fermetra fjós á árunum 2017–2018. Þar er pláss fyrir 64 kýr auk kálfa að 6 mánaða aldri. Nýja fjósið að Búrfelli er stálgrindarhús sem flutt var inn frá Póllandi í gegnum Byko og var það fyrsta sinnar tegundar sem reist er hér á landi.

Fanney Ólafsdóttir og Reynir Þór Jónsson, bændur á Hurðarbaki í Flóahreppi í Árnessýslu, voru í 2. sæti með afurðir á hverja kú á síðasta ári og í 1. sæti árið 2019. Mynd / HKr.

Kýrnar á Hurðarbaki í öðru sæti

Í öðru sæti hvað nyt varðar á síðasta ári voru kýrnar á Hurðarbaksbúinu í Flóahreppi. Þar mjólkaði hver kýr að meðaltali 8.445 kg yfir árið, en 51,7 árskýr eru þar í fjósi. Afraksturinn nú er heldur minni en árið 2019 þegar meðalnyt hjá kúnum á bænum var 8.678 kg, enda voru þær þá afurðahæstu kýr landsins að meðaltali yfir árið. Búið á Hurðarbaki er rekið af Reyni Þór Jónssyni og Fanneyju Ólafsdóttur.

Jóhannes Eyberg Ragnarsson og Guðlaug Sigurðardóttir, bændur á Hraunhálsi í Helgafellssveit á Snæfellsnesi, voru með þriðju afurðamestu kýr landsins að meðaltali á síðasta ári. Mynd / HKr.


Hraunhálsbúið í þriðja sæti

Í þriðja sæti á árinu 2020 var Hraunhálsbúið í Helgafellssveit á Snæfellsnesi. Þar eru við stjórnvölinn bændurnir Guðlaug Sigurðardóttir og Jóhannes Eyberg Ragnarsson. Voru kýrnar hjá þeim að að mjólka að meðaltali 8.357 kg yfir árið, en 27,7 árskýr eru á bænum. Kýrnar á Hraunhálsi voru líka í þriðja sæti yfir landið á síðasta ári og hafa skorað mjög hátt á landsvísu árum saman og hafa margoft verið afurðahæstar á Vesturlandi. 

Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...