Hundar, hestar, kanínur og geitur
Sigurbjörg Svandís Guttormsdóttir býr í Grænumýri með foreldrum sínum og þremur systkinum, hundum, kanínum, kindum, geitum og hrossum.
Nafn: Sigurbjörg Svandís.
Aldur: 10 ára.
Stjörnumerki: Vatnsberi.
Búseta: Grænumýri í Blönduhlíð, Skagafirði.
Skóli: Varmahlíðarskóli.
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Það er allt skemmtilegt, en íþróttir, myndmennt, textíl og heimilisfræði eru skemmtilegust.
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundar, hestar, kanínur og geitur.
Uppáhaldsmatur: Hamborgarinn hans pabba!
Uppáhaldshljómsveit: Ég hlusta á svo margt.
Uppáhaldskvikmynd: Dolphin Tale sem er um höfrunginn Winter.
Fyrsta minning þín? Þegar ég vildi ekki borða eplagrautinn minn.
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég er í hestamennsku, í fótbolta, djassballett, æfi á píanó og fiðlu og er í kór.
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ljósmyndari.
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Fara í rússíbana á Flórída.
Gerir þú eitthvað skemmtilegt í sumar? Æfa fótbolta, fara á hestbak, fara í sumarbúðir, fara á fiðlunámskeið, fara í ferðalag og skemmta mér heima með fjölskyldunni.
Næst » Sigurbjörg skorar á Hrafn Sölva Vignisson á Bifröst að svara næst.