Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ein af fimm grenndarstöðvum í Grímsnes- og Grafningshreppi, en þessi er staðsett á Borg. Terra  sér um sorphirðu í sveitarfélaginu og hefur gert frá árinu 2009.
Ein af fimm grenndarstöðvum í Grímsnes- og Grafningshreppi, en þessi er staðsett á Borg. Terra sér um sorphirðu í sveitarfélaginu og hefur gert frá árinu 2009.
Mynd / MHH
Líf og starf 31. ágúst 2020

Flokkun sorps til fyrirmyndar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Þeir sem eiga leið um eða hafa átt leið um Grímsnes- og Grafningshrepp hafa eflaust orðið varir við grenndarstöðvar á fimm stöðum í sveitarfélaginu. Þar er hægt að losa sig við heimilisúrgang í sjö flokka; plast, pappa, málm, gler, lífrænt, blandað og skilaskyldar umbúðir,  allt dýrmæt efni sem Terra kemur síðan í endurvinnslu. 
 
Við flokkun sorps í sveitar­félaginu er notast við fjögurra tunnu kerfi. Á hverju heimili er ein tunna fyrir almennt sorp, ein tunna fyrir lífrænan úrgang, ein fyrir pappa og pappír og ein tunna fyrir plast. Í Grímsnes- og Grafningshreppi búa um 500 íbúar sem allir flokka í lágmark fjóra flokka á heimilum sínum, lífrænan úrgang í brúntunnu, plast í græntunnu, pappa í blátunnu og annan úrgang í grátunnu. Á sama tíma hafa íbúar verið hvattir til að safna málmum og gleri á heimilum sínum og fara með í þar til gerð ílát á Gámastöðina Seyðishólum. Í sveitarfélaginu eru einnig tæplega 3.000 frístundahús. 
 
Smyrill
Líf og starf 20. nóvember 2024

Smyrill

Smyrill er minnsti og jafnframt algengasti ránfuglinn á Íslandi. Hann er nokkuð ...

Róbóti í stuði
Líf og starf 19. nóvember 2024

Róbóti í stuði

Róbótar Internetsins verða betri og betri í bridds. Þeir eru reyndar oft slakir ...

Förum okkur hægar
Líf og starf 18. nóvember 2024

Förum okkur hægar

Mikið hefur verið fjallað um „fast fashion“ eða hraðtísku í fjölmiðlum sl. ár, þ...

Íslandsmót skákfélaga
Líf og starf 15. nóvember 2024

Íslandsmót skákfélaga

Árlega eru haldin tvö mjög fjölmenn skákmót á Íslandi, Íslandsmót skákfélaga og ...

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók
Líf og starf 13. nóvember 2024

Íslensku hreindýrin í nýrri ljósmyndabók

Út er komin ljósmyndabókin Á slóðum íslenskra hreindýra í fylgd með Skarphéðni G...

Nautaskankar
Líf og starf 13. nóvember 2024

Nautaskankar

Þverskornir nautaskankar, oft ranglega merktir sem Osso Buco, eru ekki oft í hil...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 11. nóvember 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn hefur sjaldan verið óþreyjufyllri en þarf að hægja á sér ef vel á að...

Metnaðarfullt umhverfi
Líf og starf 8. nóvember 2024

Metnaðarfullt umhverfi

Lífið á garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er litríkt. Næstu daga geta lesen...