Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Nemendur í frönskum landbúnaðarskóla hafa hug á að heimsækja Ísland næsta vor.
Nemendur í frönskum landbúnaðarskóla hafa hug á að heimsækja Ísland næsta vor.
Líf og starf 9. ágúst 2017

Franskir nemendur í starfsnám á íslenskum sveitabæjum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Jennifer Broussy, kennari í landbúnaðargagnfræðiskóla í suðvesturhluta Frakklands, tekur nú, ásamt nemendum sínum, þátt í Evrópuverkefni sem felst í því að senda nemendur frá sér á aldrinum 16 til 18 ára til Íslands í tvær vikur til að starfa á sveitabæjum vorið 2018. 
 
Nemendurnir eru í bóklegu og verklegu námi við hesta- og sauðfjárrækt ásamt kúabúskap og fá að því loknu prófskírteini fyrir starfsnámið. Þannig skiptist námið í bæði bóklega og verklega þætti þar sem starfsnámið fer fram á bóndabæjum í Frakklandi og á Íslandi.
 
„Ég hef skipulagt álíka verkefni í sjö ár en við höfum farið til Englands sex sinnum og komum til Íslands árið 2015 í samstarfi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Nú er stefnan hjá okkur að koma í lok mars á næsta ári til Íslands og dvelja í tvær vikur með 15 nemendur. Þess vegna leita ég nú að íslenskum bændum sem væru til í að taka við einum til tveimur nemendum á hverjum sveitabæ frá mér í tvær vikur. Ég er sérstaklega að horfa til sauðfjár- og kúabúa ásamt hestabýlum í kringum Borgarnes eða á Snæfellsnesi,“ útskýrir Jennifer og segir jafnframt:
„Þetta er ólaunað tímabil fyrir nemendurna og er hugsað til að hjálpa þeim við að auka kunnáttu sína á hestum, kúm og sauðfé ásamt því að öðlast með þessu starfsnámi ákveðna sérþekkingu. Við greiðum 3300 íslenskar krónur á dag fyrir hvern nemenda fyrir fæði og uppihald. Skipulagið er þannig að nemendurnir starfa á sveitabænum frá mánudegi til föstudags en á laugardegi til sunnudags er farin ferð með þá. Við kennararnir verðum á Íslandi á þessu tímabili og viljum gjarnan heimsækja sveitabæina til að ganga úr skugga um að allt gangi snurðulaust fyrir sig. 
 
Tvær vikur - lok mars og byrjun apríl
 
Nemendurnir verða hér frá 26. mars – 7. apríl. Ef þú ert bóndi með kúa- eða sauðfjárbú og hesta eða með blandað bú og hefur áhuga á að fá til þín franska nemendur í starfsnám vinsamlega hafið samband við Jennifer Broussy á jennifer.broussy@yahoo.co.uk.
Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...