Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nemendur í frönskum landbúnaðarskóla hafa hug á að heimsækja Ísland næsta vor.
Nemendur í frönskum landbúnaðarskóla hafa hug á að heimsækja Ísland næsta vor.
Líf og starf 9. ágúst 2017

Franskir nemendur í starfsnám á íslenskum sveitabæjum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir
Jennifer Broussy, kennari í landbúnaðargagnfræðiskóla í suðvesturhluta Frakklands, tekur nú, ásamt nemendum sínum, þátt í Evrópuverkefni sem felst í því að senda nemendur frá sér á aldrinum 16 til 18 ára til Íslands í tvær vikur til að starfa á sveitabæjum vorið 2018. 
 
Nemendurnir eru í bóklegu og verklegu námi við hesta- og sauðfjárrækt ásamt kúabúskap og fá að því loknu prófskírteini fyrir starfsnámið. Þannig skiptist námið í bæði bóklega og verklega þætti þar sem starfsnámið fer fram á bóndabæjum í Frakklandi og á Íslandi.
 
„Ég hef skipulagt álíka verkefni í sjö ár en við höfum farið til Englands sex sinnum og komum til Íslands árið 2015 í samstarfi við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri. Nú er stefnan hjá okkur að koma í lok mars á næsta ári til Íslands og dvelja í tvær vikur með 15 nemendur. Þess vegna leita ég nú að íslenskum bændum sem væru til í að taka við einum til tveimur nemendum á hverjum sveitabæ frá mér í tvær vikur. Ég er sérstaklega að horfa til sauðfjár- og kúabúa ásamt hestabýlum í kringum Borgarnes eða á Snæfellsnesi,“ útskýrir Jennifer og segir jafnframt:
„Þetta er ólaunað tímabil fyrir nemendurna og er hugsað til að hjálpa þeim við að auka kunnáttu sína á hestum, kúm og sauðfé ásamt því að öðlast með þessu starfsnámi ákveðna sérþekkingu. Við greiðum 3300 íslenskar krónur á dag fyrir hvern nemenda fyrir fæði og uppihald. Skipulagið er þannig að nemendurnir starfa á sveitabænum frá mánudegi til föstudags en á laugardegi til sunnudags er farin ferð með þá. Við kennararnir verðum á Íslandi á þessu tímabili og viljum gjarnan heimsækja sveitabæina til að ganga úr skugga um að allt gangi snurðulaust fyrir sig. 
 
Tvær vikur - lok mars og byrjun apríl
 
Nemendurnir verða hér frá 26. mars – 7. apríl. Ef þú ert bóndi með kúa- eða sauðfjárbú og hesta eða með blandað bú og hefur áhuga á að fá til þín franska nemendur í starfsnám vinsamlega hafið samband við Jennifer Broussy á jennifer.broussy@yahoo.co.uk.
Rokkað og rólað
Líf og starf 28. febrúar 2025

Rokkað og rólað

Rokkkór Húnaþings vestra er félagsskapur á þriðja tug íbúa Húnaþings undir stjór...

Næstum eins og flugvél
Líf og starf 27. febrúar 2025

Næstum eins og flugvél

Bændablaðið tók til prufu Boeing 737 Max-8 flughermi sem er notaður við þjálfun ...

Svaka sæt ljóska og pínu súr vinkona
Líf og starf 26. febrúar 2025

Svaka sæt ljóska og pínu súr vinkona

Getum við ekki öll verið sammála um að ljóskurnar í lífi okkar eru flestar virki...

Fagnað í Flóaskóla
Líf og starf 24. febrúar 2025

Fagnað í Flóaskóla

Flóaskóli í Villingaholti í Flóahreppi fagnaði tuttugu ára afmæli á dögunum. Af ...

Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 24. febrúar 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn öðlast nú spennandi tækifæri sem vekja innra með honum nýjar hugmynd...

Fræ í frjóa jörð
Líf og starf 21. febrúar 2025

Fræ í frjóa jörð

Nú er runninn upp tími sáningar og forræktunar sumarblóma innandyra, það er að s...

Lífsins þráður
Líf og starf 17. febrúar 2025

Lífsins þráður

Að snúa í band svo úr verði tvinni eða garn er meðal elsta handverks sem menn ha...

Reykjavík Open er stærsta mót ársins
Líf og starf 17. febrúar 2025

Reykjavík Open er stærsta mót ársins

Ég skrifaði um daginn að janúarmánuður væri mikill skákmánuður á Íslandi.