Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Endurheimt votlendis reynist skilvirkasta aðgerðin samkvæmt niðurstöðum greiningar á kostnaði og ábata af landnotkunaraðgerðum stjórnvalda.
Endurheimt votlendis reynist skilvirkasta aðgerðin samkvæmt niðurstöðum greiningar á kostnaði og ábata af landnotkunaraðgerðum stjórnvalda.
Mynd / ghp
Fréttir 28. febrúar 2025

Aðgerðir í landnotkun reynast ábatasamar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Mörg hundruð milljarða ábati er af landnotkunaraðgerðum stjórnvalda samkvæmt kostnaðar- og ábatamati Hagfræðistofnunar.

Svokallaður núvirtur nettóábati af aðgerðum við endurheimt votlendis, landgræðslu og skógrækt á árunum 2022 til 2040 er um 265 milljarðar króna samkvæmt niðurstöðunum.

Stór hluti aðgerða stjórnvalda til að fylgja eftir langtímastefnu Íslands í landnotkun felur í sér beina uppbyggingu á kolefnisforða vistkerfa og má skipta þeim í fjóra þætti; endurheimt votlendis, landgræðslu, nytjaskógrækt og endurheimt náttúruskóga. Í skýrslu Hagfræðistofnunar, sem samin er af Kára Kristjánssyni hagfræðingi, eru aðgerðirnar metnar til fjár. Í greiningunni eru notaðar leiðbeiningar um kostnað við kolefni frá Alþjóðabankanum sem komu út á síðasta ári og er matið byggt á áætlunum Lands og skógar og umhverfisráðuneytisins um umfang aðgerða. Niðurstaða matsins er að aðgerðirnar séu afar ábatasamar. Núvirtur nettóábati af landaðgerðum á árunum 2022 til 2040 er mestur í landgræðslu, 103 milljarðar króna, en 74 milljarðar króna í nytjaskógrækt, 67 milljarðar króna í endurheimt votlendis og 22 milljarðar króna í náttúruskógrækt.

„Allt í allt munu aðgerðirnar nota samtals 113 þúsund hektara af landi, 269 þúsund ef haldið er áfram til 2040. Þetta mun leiða til bindingar á 279 þúsund tonnum af kolefni á ári, eða 888 þúsund ef haldið er áfram til 2040. Samtals verður núvirtur kostnaður aðgerðanna 27 milljarðar króna til 2030 eða 53 milljarðar til 2040,“ segir í samantekt greiningarinnar.

Allar aðgerðirnar eru hagkvæmar og veita meiri ábata en þær kosta, samkvæmt skýrslunni. Hins vegar eru þær ekki allar jafnskilvirkar hvað varðar fjárfestingu og notkun á landi. Þar reynist endurheimt votlendis skilvirkasta aðgerðin er varðar bæði landnotkun og fjárfestingu, en endurheimt þurrlendis (landgræðsla) hvað varðar landnotkun og náttúruskógrækt er þar talin óskilvirkasta fjárfestingin.

Kostnaðar- og ábatagreining aðgerða í landnotkun var framkvæmd að beiðni umhverfisráðuneytisins og verður hún notuð í skýrslugjöf til ESA, Eftirlitstofnunar EFTA.

Skylt efni: endurheimt votlendis

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 4. apríl 2025

Alþjóðlegt samstarf um líffræðilega fjölbreytni

Í umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu er nú hafin vinna við að undirbúa að...

Huldar verur í sviðsljósið
Fréttir 3. apríl 2025

Huldar verur í sviðsljósið

Völva og sjáandi á Akureyri hefur unnið ötullega að því að efla samtal og áhuga ...

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri
Fréttir 3. apríl 2025

Framleiða pakkasósur úr villisveppum á Flateyri

Hjónin Sæbjörg Freyja Gísladóttir og Eyvindur Atli Ásvaldsson framleiða pakkasós...

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun
Fréttir 2. apríl 2025

Vínbruggun í Húnaþingi í gerjun

Á Hvammstanga er verið að þróa framleiðslu á íslensku víni. Rabarbarafreyðivínið...

Skepnur út undan í almannavörnum
Fréttir 1. apríl 2025

Skepnur út undan í almannavörnum

Dýraverndarsamband Íslands telur brýnt að styrkja stöðu dýra í almannavarnaástan...

Skoða bryggju austan við Vík
Fréttir 31. mars 2025

Skoða bryggju austan við Vík

Fyrirtækið EP Power Minerals Iceland ehf. hyggst gera bryggju við Alviðruhamra á...

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni
Fréttir 28. mars 2025

Ferðaþjónusta sem hluti af heildinni

Nærandi ferðaþjónusta er ný nálgun í ferðaþjónustu sem miðar að því að leggja ræ...

Endingarmeira malbik og vegklæðing
Fréttir 28. mars 2025

Endingarmeira malbik og vegklæðing

Með því að blanda hágæða jarðbiki úr endurunnum þakdúki í malbik eða vegklæðingu...