Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Krakkarnir úr Vísindaskóla unga fólksins heilsuðu m.a. upp á kýrnar í Garði.
Krakkarnir úr Vísindaskóla unga fólksins heilsuðu m.a. upp á kýrnar í Garði.
Mynd / MÞÞ
Líf og starf 11. júlí 2020

Krakkar úr Vísindaskóla unga fólksins kynntust íslenskum landbúnaði

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Hversu mikið getur kýr mjólkað? Er hægt að rækta paprikur heima í stofu? Þessar spurningar og fleiri heyrðust þegar krakkar úr Vísindaskóla unga fólksins heimsóttu bændur á fjórum bæjum í Eyjafirði í tengslum við nám sitt. Skólaverkefninu „Dagur með bónda“, sem Bændasamtökin bjóða upp á, var að þessu sinni boðin þátttaka í Vísindaskólanum. 
 
Börnin heimsóttu fjóra bæi í Eyjafjarðarsveit og fengu að kynnast ýmsum hliðum íslensks landbúnaðar. Hér er einn hópurinn á Þórustöðum 7 þar sem stunduð er kartöflurækt.
 
Verkefnið hefur verið við lýði í um 20 ár og mikil reynsla fyrir hendi á heimsóknum bænda í grunnskóla til að kynna landbúnað fyrir grunnskólanemendum. Verkefnastjórinn, Berglind Hilmarsdóttir, var leiðbeinandi á námskeiðinu með stuðningi Agnesar Jónsdóttur á Akureyri. 
 
Fimm ný námskeið á hverju sumri
 
Vísindaskóli unga fólksins er fyrir börn á aldrinum 11–13 ára og hefur hann verið starfræktur frá árinu 2015. Upphafsmaður að stofnun skólans er Sigrún Stefánsdóttir sem jafnframt er skólastjóri. Um 80 börn sækja skólann árlega. Dana Rán Jónsdóttir verkefnastjóri segir að dagskráin sé breytileg frá ári til árs sem geri það mögulegt fyrir börn að koma þrjú ár í röð og tileinka sér nýjan fróðleik í hvert sinn. „Við bjóðum upp á fimm ný námskeið á hverju sumri og leggjum áherslu á að allir nemendur hafi sama aðgang að öllu námsframboði sem er í boði hverju sinni í skólanum. Vísindaskólinn hefur sannað mikilvægi þess að í boði sé afþreying fyrir ungmenni að loknum skóla þar sem vísindi eru sett fram á fræðandi og skemmtilegan hátt,“ segir Dana Rán.
 
Um 80 börn sækja Vísindaskólann árlega, þessir hressu krakkar eru í þeim hópi en þau eru hér í heimókn á garðyrkjustöðinni Brúnalaug.
 
Fróðlegar heimsóknir
 
Berglind segir að hópur bænda í Eyjafirði ásamt leiðbeinanda og stuðningsfulltrúa hafi komið saman  á fögru sumarkvöldi til að undirbúa móttöku nemendahópanna fimm. Fyrirkomulagið var með þeim hætti að fyrir hádegi var bóklegt nám en verklegi þátturinn var tekinn með heimsóknum á fjóra bæi, Kristnes, Brúnalaug, Garð og Þórustaði 7. Blandaður búskapur er stundaður á Kristnesi þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni, Brúnalaug er garðyrkjustöð sem leggur áherslu á að rækta paprikur og gúrkur, á Garði er rekið stórt og tæknivætt kúabúa og kartöfluræktun fer fram á Þórustöðum 7. 
 
„Vandaður undirbúningur bændanna vegna Vísindaskólans og hlýlegar móttökur þeirra var kjarninn í námskeiðinu. Þetta var virkilega skemmtilegt og börnin urðu margs fróðari um íslenskan landbúnað og fjölbreytileika hans,“ segir Berglind. „Bændurnir eiga líka hrós skilið,  þeir gáfu sér tíma til að sinna þessu verkefni með okkur þó nóg sé að gera á þessum árstíma og stóðu sig afar vel.“
 
Þórir Jón Ásmundsson, bóndi á Þórustöðum, fræðir krakkana um kartöflurækt. 
 
 
Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 15. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn er eitthvað órór þessa dagana enda einhver stífla á verkefnum í krin...

Gerum okkur dagamun
Líf og starf 12. júlí 2024

Gerum okkur dagamun

Nú er ekki seinna vænna en að fara að leggja línurnar fyrir sumarið og með það t...

Bænder
Líf og starf 12. júlí 2024

Bænder

Sumir fara á Tinder. Aðrir hafa ekki tíma í slíkt vegna anna í búskapnum. Hér, k...

Vættafundur á Eyjabökkum
Líf og starf 10. júlí 2024

Vættafundur á Eyjabökkum

Orðsins list kemur að þessu sinni frá Oddbjörgu Sigfúsdóttur.

Sumarkveðja
Líf og starf 10. júlí 2024

Sumarkveðja

Nú þegar lífið kviknar með sumrinu og golan leikur við kinn, skulum við gleðjast...

Himbrimi
Líf og starf 9. júlí 2024

Himbrimi

Himbrimi er nokkuð stór vatnafugl og er einn af einkennisfuglum íslenskra heiðav...

Sumarsveiflan 2024
Líf og starf 8. júlí 2024

Sumarsveiflan 2024

Áherslur tískunnar fara nokkuð vítt og breitt þetta árið en nú þegar er farið að...

Dugur og elja ofar öllu
Líf og starf 8. júlí 2024

Dugur og elja ofar öllu

Eitt þeirra mætu kvenfélaga sem hér á landi sitja er Kvenfélag Hringsins sem hef...