Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 14. apríl 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn gengur nú inn í tímabil þar sem gott er að vinna að nýjum hugmyndum og verkefnum sem tengjast framtíðinni. Mikilvægt er að hlusta á aðila í nánasta umhverfi þar sem samvinna getur leitt til betri árangurs – auk þess sem vatnsberinn má vera óhræddur við að nýta sem flest tækifæri til breytinga. Happatölur 5, 15, 65.

Fiskarnir ættu að gefa sér tíma fyrir sjálfsskoðun sem gæti ýtt undir persónulegan vöxt. Fiskarnir vita manna best að innra með þeim bærast djúpar tilfinningar sem þarf að vinna úr og ættu að gefa sér tíma til að þroskast. Í kjölfarið munu þeir finna svör við spurningum sem hafa legið á þeim lengi. Happatölur 3, 24, 15.

Hrúturinn þarf að nýta hvert tækifæri sem gefst til þess að upplifa aðra orku en hann hefur dvalið í lengi. Hann ætti að sjá fyrir sér manneskjuna sem hann vill vera, hvaða kosti hún ber og hvernig hann getur bætt sjálfan sig í þá áttina. Opinn fyrir breytingum og hugsa út fyrir boxið eru lykilorðin hér. Happatölur 2, 87, 19.

Nautið finnur fyrir góðri orku í kringum sig þessa dagana, en þarf að huga að því að halda jafnvægi milli vinnu og persónulegs lífs. Gefa sér tíma til að slaka á og njóta litlu hlutanna en ekki einblína á það sem miður fer, eða gæti farið miður. Góðar fréttir í tengslum við fjárhaginn berast innan skamms. Happatölur 4, 18, 24.

Tvíburinn má eiga von á því að þurfa að taka ákvarðanir sem hafa veruleg áhrif á framtíðina. Þeir ættu að hlusta á innsæið og leita til velunnara sem hafa reynslu af svipuðum aðstæðum. Samvinna getur leitt til góðs árangurs, en tvíburinn þarf að vera tilbúinn til að hlusta. Happatölur 15, 54, 44.

Krabbinn mun á næstu dögum eiga von á óvæntum breytingum eða tækifærum til innri betrunar. Hann þarf ekki að vera hræddur við að segja það sem honum í huga býr, því ef hann deilir skoðunum sínum á réttum tíma getur það leitt til jákvæðrar þróunar á hans innsta hugarangri. Happatölur 34, 66, 28.

Ljónið öðlast brátt ýmis tækifæri til að láta ljós sitt skína, nú sem aldrei fyrr. Sjálfsöryggi í öllum aðstæðum er lykilinn en ljónið má þó ekki sýna oflæti eða stífni. Mikilvægast er að vera næmur fyrir tilfinningum annarra og opinn fyrir samvinnu, annars fer illa. Happatölur 13, 32, 44.

Meyjan gæti fundið fyrir mikilli þörf fyrir að hvíla sig og endurheimta orkuna og ætti að láta það eftir sér. Hún þarf að muna, yfirhöfuð, að gefa sér tíma til að huga að heilsunni og gefa huganum hvíld frá streitu. Tími fyrir sjálfsmeðvitund er hvatning í átt að betri lífsgæðum. Happatölur 23, 9, 19.

Vogin Samvinna og tengsl við aðra verða voginni mikilvæg á næstu dögum. Hún þarf að huga að því hvernig hún getur ýtt undir jafnrétti og sanngirni í samskiptum, en þó fylgja innsæinu þegar kemur að því að taka ákvarðanir í tengslum við vináttu eða starfsfélaga. Happatölur 13, 25, 67.

Sporðdrekinn Þessa dagana bjóðast ýmis tækifæri til að sjá hlutina frá nýjum sjónarhóli og ætti sporðdrekinn að nýta sér þann tíma til að taka á áhyggjum sem tengjast framtíðinni. Nýjar upplýsingar geta komið í ljós, sem gefa meiri innsýn, þegar kemur að málum hjartans. Happatölur 3, 40, 17.

Bogmaðurinn Orkan sem ríkir í heimi bogmannsins um þessar mundir gefur honum tækifæri til að stíga út úr þægindarammanum. Áhætta getur leitt til mikils árangurs svo og tími sem nýttur er til að efla tengsl við aðra. Einhver veikindi eru í kortunum og því rétt að huga vel að heilsunni. Happatölur 89, 18, 32.

Steingeitin þarf að byggja upp stöðugleika og festu sem best hún getur. Nú er góður tími til að leggja á ráðin og framkvæma það sem henni liggur á hjarta en setja í skýran forgang það sem er mikilvægt. Steingeitin þarf einnig að gefa sér tíma til að slaka á. Happdrættisvinningur ætti að gefa af sér. Happatölur 14, 34, 15.

Griðasvæði hvala við Ísafjarðardjúp
Líf og starf 25. apríl 2025

Griðasvæði hvala við Ísafjarðardjúp

Samtök ferðaþjónustunnar og Hvalaskoðunarsamtök Íslands hafa beint þeirri tillög...

Fótspor fyrri alda
Líf og starf 24. apríl 2025

Fótspor fyrri alda

Í kringum aldamótin síðustu stóð gult einlyft bárujárnshús á bæjarhól í Reykjaví...

Neytendur vilja vita um uppruna matar
Líf og starf 23. apríl 2025

Neytendur vilja vita um uppruna matar

Matland.is er vefmiðill og vefverslun sem sérhæfir sig í að fjalla um og selja í...

Bernhard og Kafka á íslensku
Líf og starf 23. apríl 2025

Bernhard og Kafka á íslensku

Ekki er ónýtt að hafa á síðustu vikum fengið í hendur nýjar öndvegisþýðingar á t...

Endurnýjanleg orka þema á degi Jarðar
Líf og starf 22. apríl 2025

Endurnýjanleg orka þema á degi Jarðar

Alþjóðlegur dagur Jarðar er 22. apríl. Sjónum er nú beint að endurnýjanlegri ork...

Uppskipun á áburði
Líf og starf 15. apríl 2025

Uppskipun á áburði

Einn af vorboðunum er innflutningur á tilbúnum áburði til túnræktar.

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan
Líf og starf 15. apríl 2025

Samspil ljóss og hljóðs veitir vellíðan

Bryndís Bolladóttir vakti fyrst athygli vegna hönnunar sinnar á Kúlunni, hljóðde...

Glæsileg vörn
Líf og starf 15. apríl 2025

Glæsileg vörn

Við sögðum í síðasta briddsþætti frá snjallri sagnvenju á Norðurlandamóti bridds...