Vigdís Finnbogadóttir plantar í Skálholti
Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Frú Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, heimsótti á dögunum Skálholt með fjölskyldu sinni.
Tilgangurinn var að planta nokkrum birkiplöntum á skógræktarsvæði Skálholts, auk þess sem hún skoðaði endurheimt votlendis í Skálholti sem hún vinnur ötullega að með nokkrum félögum sínum í gegnum náttúrusjóðinn Auðlind.
Sjóðurinn var stofnaður til minningar um Guðmund Pál Ólafsson en Vigdís og Þröstur Ólafsson eru þar í forsvari.
Á myndinni að neðan er Halldór Reynisson í Skálholti að sýna Vigdísi hvernig hefur gengið að fylla upp í skurði og endurheimta á þann hátt votlendið.