Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Áætlað er að 6,3 milljarðar tonna af plasti séu í dag rusl.
Áætlað er að 6,3 milljarðar tonna af plasti séu í dag rusl.
Mynd / iStockphotos
Fréttir 22. ágúst 2017

8,3 milljarðar ­tonna af plasti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Um 8,3 milljarðar tonna af plasti hafa verið framleiddir frá því fjöldaframleiðsla hófst upp úr 1950. Um 60% af plasti sem nú er framleitt endar sem landfylling á urðunarstöðum. 
 
Það er niðurstaða viðamikilla rannsókna á kortlagningu alls plasts sem framleitt hefur verið og birtist í tímaritinu Science Advance. Í rannsókninni voru allar upplýsingar um plastframleiðslu í heiminum safnað saman og samtvinnuð við upplýsingar um fjölbreytta nýtingu plasts og mismunandi líftíma þess. Dæmigerð nýting plasts getur verið í allt frá nokkrum dögum, sem umbúðir, til meira en 30 ára, sem byggingarefni.
 
Höfundar rannsóknarinnar hyggja að 2,5 milljarðir tonna af plasti sé í notkun í dag um allan heim, mest af því í formi umbúða. Af þeim 8,3 milljörðum tonna sem framleiddir hafa verið er áætlað að 6,3 milljarðar tonna sé í dag rusl. Af því er áætlað að 12% hafi verið brennt en 79% sé nú í landfyllingum urðunarstaða. Aðeins 9% hefur verið endurunnið.
 
Plast er gerviefni sem unnið úr olíu og er nær ónæmt fyrir flestum náttúrulegum ferlum niðurbrots. Það hefur mikil áhrif á okkar nánasta umhverfi, en hægt er að leiða að því líkur að nær hver einasti einstaklingur noti plast á einhvern hátt til daglegra athafna þar sem það er t.a.m. að finna í umbúðum, húsgögnum, fötum og ílátum af ýmsu tagi.
Aðgerðir í landnotkun reynast ábatasamar
Fréttir 28. febrúar 2025

Aðgerðir í landnotkun reynast ábatasamar

Mörg hundruð milljarða ábati er af landnotkunaraðgerðum stjórnvalda samkvæmt kos...

Vilja fella niður lög um gæðamat
Fréttir 28. febrúar 2025

Vilja fella niður lög um gæðamat

Sjö þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp til laga um að fella b...

Háihólmi veltir meira en milljarði króna
Fréttir 28. febrúar 2025

Háihólmi veltir meira en milljarði króna

Háihólmi ehf. hagnaðist um 7,9 milljónir króna í fyrra. Rekstrartekjur heildsölu...

Fréttaveita frá deildafundum búgreina
Fréttir 27. febrúar 2025

Fréttaveita frá deildafundum búgreina

Deildafundir búgreina hjá Bændasamtökum Íslands fara fram í dag og á morgun á Hi...

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi
Fréttir 27. febrúar 2025

Matarsóun mælist mest á frumframleiðsluþrepi

Matarsóun mælist mest í frumframleiðsluþrepi virðiskeðjunnar; 29.130 tonn, eða 4...

Þróunarverkefni búgreina styrkt
Fréttir 27. febrúar 2025

Þróunarverkefni búgreina styrkt

Matvælaráðuneytið úthlutaði rúmum 172 milljónum króna til 51 þróunarverkefnis í ...

Aukið kornhlutfall í fóðri hefur jákvæð áhrif á kjötgæði
Fréttir 27. febrúar 2025

Aukið kornhlutfall í fóðri hefur jákvæð áhrif á kjötgæði

Í niðurstöðum skýrslu sem Matís hefur gefið út um áhrif fóðrunar á gæði kjöts af...

Enn er deilt um Geitdalsárvirkjun
Fréttir 26. febrúar 2025

Enn er deilt um Geitdalsárvirkjun

Fyrirhuguð framkvæmd allt að 9,9 MW virkjunar í Geitdalsá, á hálendi Austurlands...