Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Áætlað er að 6,3 milljarðar tonna af plasti séu í dag rusl.
Áætlað er að 6,3 milljarðar tonna af plasti séu í dag rusl.
Mynd / iStockphotos
Fréttir 22. ágúst 2017

8,3 milljarðar ­tonna af plasti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Um 8,3 milljarðar tonna af plasti hafa verið framleiddir frá því fjöldaframleiðsla hófst upp úr 1950. Um 60% af plasti sem nú er framleitt endar sem landfylling á urðunarstöðum. 
 
Það er niðurstaða viðamikilla rannsókna á kortlagningu alls plasts sem framleitt hefur verið og birtist í tímaritinu Science Advance. Í rannsókninni voru allar upplýsingar um plastframleiðslu í heiminum safnað saman og samtvinnuð við upplýsingar um fjölbreytta nýtingu plasts og mismunandi líftíma þess. Dæmigerð nýting plasts getur verið í allt frá nokkrum dögum, sem umbúðir, til meira en 30 ára, sem byggingarefni.
 
Höfundar rannsóknarinnar hyggja að 2,5 milljarðir tonna af plasti sé í notkun í dag um allan heim, mest af því í formi umbúða. Af þeim 8,3 milljörðum tonna sem framleiddir hafa verið er áætlað að 6,3 milljarðar tonna sé í dag rusl. Af því er áætlað að 12% hafi verið brennt en 79% sé nú í landfyllingum urðunarstaða. Aðeins 9% hefur verið endurunnið.
 
Plast er gerviefni sem unnið úr olíu og er nær ónæmt fyrir flestum náttúrulegum ferlum niðurbrots. Það hefur mikil áhrif á okkar nánasta umhverfi, en hægt er að leiða að því líkur að nær hver einasti einstaklingur noti plast á einhvern hátt til daglegra athafna þar sem það er t.a.m. að finna í umbúðum, húsgögnum, fötum og ílátum af ýmsu tagi.
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...