Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Bændasamtökin óska eftir rökstuðningi frá landbúnaðarráðherra
Fréttir 2. febrúar 2017

Bændasamtökin óska eftir rökstuðningi frá landbúnaðarráðherra

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bændasamtök Íslands hafa sent Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra bréf þar sem farið er fram á rökstuðning fyrir breyttri skipan í samráðshóp um endurskoðun búvörusamninga.

Í bréfi BÍ kemur fram að samtökin telji að lagalega hafi verið staðið rétt að fyrri nefndarskipan og að hún hafi verið í samræmi við nefndarálit Alþingis og þá samninga ríkis og bænda sem áður voru samþykktir.

Efasemdir um aðkomu Félags atvinnurekenda

Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands segir að ákveðið hafi verið að óska skýringa ráðherra eftir að frétt um breytingar á endurskoðunarhópnum birtist 31. janúar. „Á fundi okkar með ráðherra þann 18. janúar nefndi hún þessar fyrirætlanir, án þess að fram kæmi hvaða breytingar stæði til að gera. Ég nefndi sérstaklega að ég hefði miklar efasemdir um að félag atvinnurekenda kæmi að þessu borði. Það væri einfaldlega ekki eðlilegt að samtök innflutningsfyrirtækja ættu að hafa áhrif á starfsskilyrði íslenskra bænda. Hagsmunir bænda og þeirra fara ekki saman. Ákvörðun ráðherra er því vonbrigði og við viljum heyra rökin fyrir henni."

Spurningar BÍ til ráðherra
Í ljósi þess að tilgreint var í lögum um skipan nefndarinnar settu Bændasamtökin fram spurningar varðandi breytingarnar á nefndinni, sem þau óska svara við, í fjórum eftirfarandi liðum:

Í fyrsta lagi óska samtökin svara um hvort fyrri nefnd hafi verið löglega rétt skipuð, og ef svo er hvernig því víki við að skipan nefndarinnar sé með þessum hætti hnekkt og hvort aðrar nefndir, embættismenn eða stofnanir á grundvelli þessara laga eða annarra sem varða landbúnað megi vænta viðlíka ákvarðana af hálfu ráðherra á sömu eða viðlíka forsendum og eiga við varðandi þá nefndarskipan sem hér er til umfjöllunar.

Í öðru lagi óska samtökin skýringa á hvernig það samræmist umræddu ákvæði búvörulaga og þeim nefndarálitum sem lágu fyrir Alþingi við samþykkt þeirra að skipa fulltrúa Félags atvinnurekenda í nefndina. Til nánari skýringar óska samtökin eftir mati ráðherra á nauðsyn á aðkomu þessara samtaka sérstaklega, umfram önnur samtök sem hafa látið sig málið varða og efla vilja innlenda framleiðslu, svo dæmi séu tekin, samtök í ferðaþjónustu, Landvernd, samtök heimavinnsluaðila eða samtök lífrænna framleiðenda og neytenda.

Í þriðja lagi óska samtökin eftir rökstuðningi ráðherra fyrir því hvernig hin breytta skipan megi umfram hina fyrri, leiða til sáttaniðurstöðu sem líklegra sé til árangurs að bera upp í atkvæðagreiðslu meðal bænda þegar endurskoðunarvinnunni á að vera lokið lögum samkvæmt.

Í fjórða lagi óska samtökin eftir staðfestingu ráðherra á þeim skilningi Bændasamtakanna að þrátt fyrir ofangreint standi samningarnir eins og þeir voru samþykktir af Alþingi óhaggaðir.

Bændasamtökin hafa farið fram á það við ráðherra að brugðist verði hratt við þessum fyrirspurnum og samtökunum tilkynnt bréfleiðis um sjónarmið sem uppi eru og þann rökstuðning sem þeim fylgja.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...