Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Halla Sigríður Steinólfsdóttir, umkringd geitahjörðinni sinni.
Halla Sigríður Steinólfsdóttir, umkringd geitahjörðinni sinni.
Mynd / smh
Fréttir 14. september 2023

Bjargaði níu geitum og gerðist geitabóndi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Bændurnir í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd ætluðu að hefja fram leiðslu á geitamjólkurafurðum í sumar en eftirlitsmaður Matvælastofnunar hefur enn ekki skilað sér á bæinn þrátt fyrir að beiðni hafi verið send í júní um úttekt.

Fyrir um fimm árum stóð til að senda níu geitur frá sveitabæ í Dölunum í sláturhús, þar sem ekki voru lengur forsendur til geitfjárræktar á viðkomandi bæ. Halla Sigríður Steinólfsdóttir, og Guðmundur Gíslason, sauðfjárbændur með meiru í Ytri- Fagradal á Skarðsströnd, höfðu spurnir af þessu og ákváðu þá að taka við þessum geitum.

Síðan hefur fjölgað verulega gripunum og er nú komin rúmlega 50 geita hjörð, sem munar um fyrir búfjárstofn sem telst enn í útrýmingarhættu.

Þegar Halla þurfti að hætta býflugnabúskap opnaðist tækifæri í geitabúskap.

Opnaðist skyndilega möguleiki fyrir aðra búgrein

„Ég þurfti að hætta með býflugurnar vegna ofnæmisviðbragða sem ég fékk eftir býflugnastungur. Mér var hreinlega bannað að vera með býflugur. Þá opnaðist tækifæri fyrir einhvern annan búskap í staðinn. Og við sáum það í geitabúskap,“ útskýrir Halla.

„Guðmundur smíðaði mjaltabás og mjólkurhús til að meðhöndla mjólkina eftir mjaltir. Og það er hér um bil fullgert, nema við erum ekki að gera of mikið fyrr en úttekt hefur farið fram. Það eina sem vantar núna er leyfið frá Matvælastofnun til þess að mega selja mjólkina Ég er búin að fá jákvætt svar frá Þorgrími á Erpsstöðum til að gera gott úr þessum afurðum því mig hefur alltaf langað til að vinna mjólkurafurðir. Sjálf hef ég til heimabrúks prófað ostagerð, ricottaost og geitaskyr. Maðurinn minn er tilraunadýrið. Þetta er talsvert magnafmjólksemégfæádag–ætli ég fái ekki um sjö lítra en ég mjólka rúmlega 20 huðnur. Það eru fráfærur á kvöldin, þegar ég tek kiðin frá, og svo mjólka ég daginn eftir. Svo fara kiðin og geiturnar saman út.“

Geitaostaframleiðsla til heimabrúks

Hún segir að það eina sem vanti núna sé leyfið frá Matvælastofnun fyrir því að mega selja geitamjólk, þegar vöruþróuninni er lokið. „Ég sendi inn beiðni í júní um að fá úttekt á aðstöðunni hjá mér frá mjólkureftirlitsmanni, en hef enn engin viðbrögð fengið. Maður verður að geta selt afurðirnar sínar – það er jú ein af ástæðum þess að maður stundar búskapinn. Í raun er búið að eyðileggja fyrir mér heilt sumar og ég veit ekki einu sinni hvaða tekjur ég hefði getað haft upp úr þessu ef ég hefði fengið leyfið fljótlega eftir að ég sótti um. Þetta eru almennt eftirsóttar vörur – geitamjólkurafurðirnar – og víða rómaðar fyrir heilnæmi og bragðgæði.“

Nýlega var geitamjaltabás tekinn í notkun á bænum.

Alvarlegt mál

„Þetta er alvarlegt mál. Ég hringdi svo nýlega til að spyrjast fyrir um málið og þá fannst reyndar skjalið frá mér en ekkert meira hefur gerst.

Annars gengur mér mjög vel að eiga við geiturnar, aðstæður hér eru eins og best verður á kosið og þær voru fljótar að læra á mjaltabásinn og rafmagnsgirðingarnar,“ segir Halla. Lífrænn sauðfjárbúskapur var stundaður í Ytri-Fagradal þar til undanþága bænda í lífrænum sauðfjárbúskap rann út fyrir fáeinum árum, til að nota grindargólf í fjárhúsunum.

Halla segir að það hafi jafnvel hvarflað að sér hvort hún eigi í framtíðinni að hætta með sauðféð og snúa sér alfarið að geitabúskapnum. „En, nei, Matvælastofnun er ekki að hjálpa þetta sumarið. Það er svo sem vel hægt að gera bæði.“

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...