Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ferðast um Ísland á gamalli Hanomag dráttarvél
Mynd / HLJ
Fréttir 15. ágúst 2017

Ferðast um Ísland á gamalli Hanomag dráttarvél

Höfundur: Hjörtur L. Jónsson
Í hringtorginu fyrir neðan Bauhaus á Vesturlandsvegi ók blaðamaður Bændablaðsins fram á gamla drátt­arvél með lítið hjólhýsi í afturdragi. Þar sem leið okkar beggja lá í Bauhaus var þessi ævintýramaður tekinn tali og spurður út í þennan sérstaka ferðamáta. Ökumaðurinn heitir Heinz Prien og er sextíu og eins árs frá Muggensturm í Suður-Þýskalandi.  
 
Komst yfir nánast ónotaða dráttarvél
 
„Þetta er hugmynd sem kom eftir Íslandsferð 2013, en tveim árum áður hafði ég keypt og gert upp litla dráttarvél og gert sem nýja. Þegar ég fór að huga að Íslandsferðinni sá ég að litli traktorinn mundi ekki henta til ferðarinnar og fór að leita af stærri traktor með húsi. Ég hef alltaf verið hrifinn af Hanomag og fór að leita. Eftir litla leit fann ég algjört „hlöðugull“, nánast ónotaðan Hanomag R460 í október 2013. Vélin hafði bara verið í notkun í nokkur ár frá 1963 og eftir 1969 hefur hún staðið nánast óhreyfð inni í hlöðu þar til að ég eignaðist hana. Hún var í svo góðu standi að ég keyrði hana heim til mín alls um 400 km án nokkurra vandræða,“ segir Heinz. 
 
Í Hanomag er bekkur sem Heinz og Imgard deildu á ferðalaginu.
 
Mikil skipulagning og langur undirbúningur
 
„Fyrir rúmu ári var pantað far fyrir dráttarvélina og vagninn frá Danmörku til Íslands, en í rúmt ár var ég að fara stuttar prufuferðir til að undirbúa Íslandsferðina. Fyrsti leggurinn var frá heimabæ mínum Muggensturm (nálægt Stuttgart) og til Danmerkur þar sem konan mín, hún Imgard, kom til Álaborgar með flugi og ferðumst við þaðan í ferjuna. Þegar komið var til Seyðisfjarðar var fyrsta dagleið á Egilsstaði og síðustu þrjár vikurnar höfum við ferðast suð­ur­ströndina til Reykjavíkur. Hraðinn er ekki mikill, en oftast er ég á hraða frá 20-24 km á klukkustund. Nú er konan farin heim til að vinna og ég eftir til að eyða laununum hennar,“ sagði Heinz og brosti. 
 
Það er sjaldgæf sjón að sjá 25 km hraðamerki aftan á hjólhýsi.
 
Stefnt á Hvanneyri og þaðan á Vestfirði
 
Að baki eru 2.600 km en þegar við tókum Heinz tali var stefnan tekin á Hvanneyri til þess að skoða þar dráttarvélasafnið. Þaðan ligg­ur leiðin á Vestfirði þannig að ferða­lagið er tæplega hálfnað. Mið­að við fyrirhugaða leið verður hann u.þ.b. hálfnaður þegar hann skoðar drátt­arvélasafnið á Seljanesi. Heinz gerir ráð fyrir að alls komi þetta til með að vera um 5.500 km ferðalag sem gerir drjúgan tíma þegar meðalhraðinn er ekki nema rétt rúmlega 20 km á klukkustund. Ætlunin er að ljúka ferða­laginu 30. september en það hófst 10. júní síðastliðinn. Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með ferðalaginu á vefsíðunni www.island2017.de. 
 
 
Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...