Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Margrét Hrund, framkvæmdastjóri Hreppamjólkur (t.h.), og Anna Kristín Lárusdóttir matvælafræðingur, staddar í nýju mjólkurvinnslunni í Gunnbjarnarholti.
Margrét Hrund, framkvæmdastjóri Hreppamjólkur (t.h.), og Anna Kristín Lárusdóttir matvælafræðingur, staddar í nýju mjólkurvinnslunni í Gunnbjarnarholti.
Mynd / MHH
Fréttir 17. desember 2021

Hreppamjólk opnar heimavinnslu á mjólk í Gunnbjarnarholti

Höfundur: MHH-HKr.

Ábúendur á kúabúinu í Gunn­bjarnarholti í Skeiða- og Gnúp­­­verja­­heppi hafa opnað mjólkurvinnslu á bænum. Þar munu þeir selja ófitusprengda kúamjólk beint frá býli á sjálfsafgreiðslustöð við kúabúið og í sjálfsafgreiðslustöðvum í stórmörkuðum á höfuð­borgar­svæðinu. Einnig verða í boði ýmsar mjólkurvörur eins og bökuð Hreppajógúrt.

„Hugmyndin kviknaði hjá pabba, Arnari Bjarna Eiríkssyni,  fyrir 8 árum, sem fær endalausar hugmyndir en kemur þeim sem betur fer ekki öllum í verk. Ég gerði svo lokaverkefnið mitt árið 2020 sem bar heitið ,,Viðskiptaáætlun fyrir Fjölskyldubúið ehf.“ í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Þar kannaði ég hvort það væri vænlegur kostur að hefja sölu á mjólk í sjálfsafgreiðslustöðvum.“

Um 200 mjólkurkýr eru í fjósinu í Gunnbjarnarholti en mjólkin úr kúnum verður notuð í nýja verkefnið.

Bökuð Hreppajógúrt, Hreppamjólk og fleiri mjólkurdrykkir

„Viðskiptaáætlunin kom jákvæð út þó útfærslan hafi tekið breytingum eftir að vinnan hófst. Við ætlum sem sagt að gerilsneyða og selja ófitusprengda kúamjólk í lausu máli beint frá býli, á sjálfsafgreiðslustöð við kúabúið og í sjálfsafgreiðslustöðvum í stórmörkuðum á höfuðborgarsvæðinu.

Við hlið sjálfsalans verður sjálfsali með fjölnota glerflöskum. Þetta er því umhverfisvænni aðferð en meðhöndlun á hefðbundinni mjólk. Að auki munum við framleiða fleiri mjólkurvörur, en þær vörur sem við byrjum með verða Bökuð hrein Hreppajógúrt og mjólkurdrykkir með bragðefnum,“ segir Margrét Hrund Arnarsdóttir, framkvæmdastjóri Hreppamjólkur.

Vilja auka neyslu drykkjarmjólkur

Margrét segir að tilgangur verkefnisins sé að bjóða fólki upp á kúamjólk og aðrar mjólkurvörur, sem eru sem næst uppruna sínum, og til að auka neyslu mjólkur landsmanna. Samkvæmt skýrslu SAM hefur heildarsala á drykkjarmjólk dregist saman um 29% frá árinu 2010 og um 43% síðan árið 2000.

„Já, okkar helsta áhersla er því að með tíð og tíma náum við að auka drykkjarmjólkurneyslu landsmanna aftur. Með þessu færir Fjölskyldubúið ehf., vörur til neytenda, sem eru upprunamerktar og rekjanlegar beint í Gunnbjarnarholt, tenging milli dreifbýlis og þéttbýlis er áþreifanlegri og ætti vonandi að  mynda jákvæða upplifun viðskiptavinar.“

Seld í endurnýtanlegum glerflöskum eða beint í eigin umbúðir neytenda 

Margrét Hrund við sjálfsala eins og er í Krónunni í Lindum en þar verður hægt að fá ískalda mjólk í fjölnota glerflöskum frá og með föstudeginum 17. desember, beint frá Gunnbjarnarholti.

„Þar sem mjólkin er seld í sjálf­sölum gerum við ráð fyrir því að fólk noti fjölnota umbúðir, kaupi sér annaðhvort mjólkurflösku í sjálfsalanum eða komi með ílát að heiman. Markmið okkar er að fyrir lok árs 2022 muni verða seldir að minnsta kosti 5 lítrar mjólkur á móti einni 1 lítra glerflösku. Með þessu náum við að vera umhverfisvæn og minnka kolefnisspor okkar framleiðslu, en það er það sem við teljum að markaðurinn kalli á. Við hvetjum því alla neytendur til þess að endurnýta flöskurnar undir mjólkina með því að koma með þær aftur og fylla á þær og jafnvel að endingu að nýta þær sem blómavasa,“ segir Margrét.

Byrja í Krónunni í Lindum

Upphaflega stóð til að vera með nýju starfsemina í söluskúr í um kílómetra fjarlægð frá Gunnbjarnarholti, en Covid-19 hefur haft í för með sér miklar seinkanir á búnaði og húsnæði. Hefur því verið ákveðið að byrja að selja vörurnar í Krónunni í Lindum í Reykjavík núna í desember en öll vinnslan fer fram í Gunnbjarnarholti.

„Við stefnum svo á að opna söluskúrinn, eða réttara sagt sjálfsafgreiðslustöð, hjá okkur næsta sumar. Þar er ætlunin að fólk geti gert sér dagamun og keypt sér mjólk og kökusneið. Við munum líka vera með hoppubelgi fyrir yngri kynslóðina og um leið getur eldri kynslóðin lesið sér til um búskaparhætti í Gunnbjarnarholti, almennan fróðleik um landbúnað og horft yfir bæjarhlaðið. Einnig höfum við áform um að opna hraðhleðslu fyrir rafbíla á svæðinu, sem hugsanlega yrði drifin af metangasi,“ segir Margrét.

Vonast eftir góðum viðtökum

Margrét segir að fjölskyldan í Gunnbjarnarholti vonist að sjálfsögðu eftir góðum viðtökum við nýjunginni en þau renni þó algjörlega blint í sjóinn með það.

„Til að byrja með verðum við með einn matvælafræðing í framleiðslunni, en hún heitir Anna Kristín Lárusdóttir. Ég er svo framkvæmdastjóri Hreppamjólkur og mun því stýra verkefninu áfram, en svo mun fjölskyldan hlaupa inn í þetta eins og þarf. Við þurfum svo bara að meta það hverju sinni hvort það sé þörf á auknu vinnuafli strax, en stefnan er auðvitað sett á stækkun næstu árin og því fylgir aukinn mannskapur,“ segir Margrét og bætir við:

 „Við höfum fundið fyrir miklum velvilja við þetta verkefni okkar úr öllum áttum og gaman að geta þess að við fengum nýverið styrk úr Frumkvöðlasjóði Íslandsbanka, sem óneitanlega var okkur mikils virði og staðfesti að okkar mati að við værum á réttri vegferð. Ég hvet svo lesendur til þess að fylgjast með okkur á Facebook, Instagram og á hreppamjolk.is en þar munu allar nýjustu upplýsingar vera.“

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...