Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hrísgrjón til Kína
Fréttir 11. ágúst 2017

Hrísgrjón til Kína

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir að Kína framleiði allra þjóða mest af hrísgrjónum er framleiðslan í landinu ekki næg til að uppfylla þarfir innanlandsmarkaðar.

Kínverjar ætla því að flytja inn talsvert magn af hrísgrjónum frá Bandríkjunum.

Í fyrsta sinn sem Kína kaupir af Bandaríkjamönnum

Fyrir skömmu gerðu Kína og Banda­ríkin með sér viðskiptasamning sem gerir ráð fyrir innflutningi á miklu magn af hrísgrjónum til Kína frá Bandaríkjunum. Er þetta í fyrsta sinn sem Kína kaupir hrísgrjón þaðan. Samningaviðræður um kaupin hafa staðið í meira en áratug.

Þrátt fyrir að Kínverjar framleiði tuttugu sinnum meira af hrísgrjónum en Bandaríkin þá eru þeir einnig talsvert fleiri og neyta mun meira af hrísgrjónum á mann en Bandaríkjamenn. Undanfarin ár hafa Kínverjar flutt inn um fimm milljón tonn af hrísgrjónum fyrir ríflega miljarð Bandaríkjadala, rúmlega 105 miljarða íslenskra króna, á ári og er því eftir talsverðum viðskiptum að slægjast.

Gríðarlegt magn

Árlegur útflutningur Bandaríkjanna á hrísgrjónum er þrjú til fjögur milljón tonn. Það er því ljóst að Bandaríkin geta ekki fullnægt innflutningsþörf Kínverja jafnvel þótt þeir seldu hvert einasta grjón sem þeir framleiða til Kína.

Kínverjar munu því halda áfram að vera stórkaupandi og innflytjandi hrísgrjóna frá öðrum löndum þrátt fyrir samninginn við Bandaríkin. 

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...