Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Karen Jónsdóttir í nýju verslun sinni við Óðinstorg.
Karen Jónsdóttir í nýju verslun sinni við Óðinstorg.
Mynd / smh
Fréttir 5. október 2016

Kaja organic opnar útibú á Óðinstorgi

Höfundur: smh
Á Akranesi er starfandi fyrirtækið Kaja organic sem flytur inn lífrænt vottaða hrávöru, pakkar og selur; meðal annars til smásöluverslana, mötuneyta grunn- og leikskóla og matvælaframleiðenda. Auk þess er verslun á Akranesi rekin með vörum fyrirtækisins, en einnig eru þar vörur frá grænmetis- og kúabændum sem stunda lífrænan landbúnað. Þann 13. september síðastliðinn var opnað útibú í Þingholtunum í Reykjavík, nánar tiltekið í kjallara við Óðinstorg þar sem Frú Lauga var áður með útibú sitt.
 
Karen Jónsdóttir.
Karen Jónsdóttir á og rekur fyrirtækið, sem var stofnað fyrir rúmum þremur árum. Hún segist vera í góðu sambandi við nokkra góða bændur í lífrænum búskap – grænmetisbændurna Hlíðarenda og Móður Jörð til dæmis – og eigi von á vörum frá þeim á fyrstu opnunardögunum. „Ég á reyndar eftir að fá vottun á búðina en það verður farið í það í næstu viku. Við leggjum áherslu á að það sem við verðum með sé lífrænt vottað, líka það sem selt er í lausu eins og þurrvara, ávextir og grænmeti, frystivara og kælivara. Vöruúrvalið verður með svipuðu sniði og í Matarbúri Kaju en öllu meira verður þó selt í lausu.  
 
 
 
Lífrænt vottað útibú frá Akranesi
 
Karen segir að það sé alveg óhætt að kalla þetta lífræna útrás frá Akranesi, enda kallast verslunin við Óðinstorg Matarbúr Kaju útibú. „Við erum með allt lífrænt vottað og verðum með gott vöruúrval – í raun meira eins og lítil heilsteypt kjörbúð með nánast allt nema fisk. Meira að segja verður lífrænt vottað kjöt í frysti. Síðan stendur til að selja lífrænar hrákökur sem við framleiðum á Akranesi; gómsætar hrátertur og þær sömu og við bjóðum á kaffihúsinu sem er í húsnæði okkar á Akranesi,“ segir Karen.
 
Verslunin verður opin alla virka daga kl. 11–18 og 11–16 á laugardögum. 
 
Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...

Kalla eftir úttekt á stöðu greinarinnar
Fréttir 11. mars 2025

Kalla eftir úttekt á stöðu greinarinnar

Á deildarfundi svínabænda á dögunum var samþykkt ályktun þar sem lýst er þungum ...

Ný stefna skógarbænda
Fréttir 10. mars 2025

Ný stefna skógarbænda

Staða skógarbænda er góð að mati að mati Laufeyjar Leifsdóttur, varaformanns búg...

Trump hjólar í loftslagsmálin
Fréttir 10. mars 2025

Trump hjólar í loftslagsmálin

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur á undanförnum vikum unnið markvisst a...

Krónutala tollverndar verði að hækka
Fréttir 10. mars 2025

Krónutala tollverndar verði að hækka

Eggjabændur leita leiða til að mæta vaxandi eftirspurn eftir íslenskum eggjum.

Innflutningur og tollaumhverfi vágestir
Fréttir 10. mars 2025

Innflutningur og tollaumhverfi vágestir

Á deildarfundi alifuglabænda benti allt til að Jón Magnús Jónsson, bóndi og eiga...

Fagráð verði stofnað
Fréttir 10. mars 2025

Fagráð verði stofnað

Hákon Bjarki Harðarson, frjótæknir og bóndi að Svertingsstöðum 2 í Eyjafirði, er...

Góð afkoma hjá SS
Fréttir 10. mars 2025

Góð afkoma hjá SS

Rekstrartekjur Sláturfélags Suðurlands hækkuðu um rúman hálfan milljarð milli ár...