Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Hans konunglega tign, Karl Bretaprins, klæðist iðulega ullartvídjakka.
Hans konunglega tign, Karl Bretaprins, klæðist iðulega ullartvídjakka.
Fréttir 3. október 2016

Karl Bretaprins hvetur fólk til að klæðast ull

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hans konunglega tign, Karl Bretaprins, skrifaði pistil í The Telegraph fyrr í þessum mánuði þar sem hann mærir ull og hvetur fólk til að klæðast ullarfatnaði á vetri komandi.

Greinin hefst á því að spyrja hvað sé betra en efnið sem er ræktað á náttúrulegan hátt, þurfi bara vatn og gras og að hægt sé að búa til úr því hlýjan og góðan fatnað og hafi teygju og styrk í endingargóð teppi og áklæði.

Efni sem sé fyrirtaks varma- og hljóðeinangrun og heldur hita þrátt fyrir að blotna og sé brunaþolið og taki ekki í sig lykt. Og það sem meira er, það brotnar niður á náttúrulegan hátt í náttúrunni.

Það furðulegasta af öllu er að þetta undraefni er til og hefur verið til í langan tíma og er ull. Það að ull sé ekki nýtt efni og að ekki þurfti að finna hana upp hefur hugsanlega valdið því að við höfum misst sjónar á henni og notum hana ekki sem skyldi nú á tímun.

Ekki er þörf fyrir jarðefnaeldsneyti til að framleiða náttúrulegar afurðir eins og ull og hægt er að endurnýta þær. Slíkar afurðir koma til með að verða sífellt mikilvægari í framtíðinni og baráttunni við hlýnun jarðar.

Næst segir Karl frá því að hann ætla að standa fyrir ullarráðstefnu í Skotlandi þar sem saman munu koma fjöldi aðila sem tengist ull og framleiðslu úr henni. Vonast prinsinn að vegur ullar muni aukast og að verð á henni til bænda hækki í kjölfar ráðstefnunnar. 

Skylt efni: Karl Bretapins

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...