Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Hans konunglega tign, Karl Bretaprins, klæðist iðulega ullartvídjakka.
Hans konunglega tign, Karl Bretaprins, klæðist iðulega ullartvídjakka.
Fréttir 3. október 2016

Karl Bretaprins hvetur fólk til að klæðast ull

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hans konunglega tign, Karl Bretaprins, skrifaði pistil í The Telegraph fyrr í þessum mánuði þar sem hann mærir ull og hvetur fólk til að klæðast ullarfatnaði á vetri komandi.

Greinin hefst á því að spyrja hvað sé betra en efnið sem er ræktað á náttúrulegan hátt, þurfi bara vatn og gras og að hægt sé að búa til úr því hlýjan og góðan fatnað og hafi teygju og styrk í endingargóð teppi og áklæði.

Efni sem sé fyrirtaks varma- og hljóðeinangrun og heldur hita þrátt fyrir að blotna og sé brunaþolið og taki ekki í sig lykt. Og það sem meira er, það brotnar niður á náttúrulegan hátt í náttúrunni.

Það furðulegasta af öllu er að þetta undraefni er til og hefur verið til í langan tíma og er ull. Það að ull sé ekki nýtt efni og að ekki þurfti að finna hana upp hefur hugsanlega valdið því að við höfum misst sjónar á henni og notum hana ekki sem skyldi nú á tímun.

Ekki er þörf fyrir jarðefnaeldsneyti til að framleiða náttúrulegar afurðir eins og ull og hægt er að endurnýta þær. Slíkar afurðir koma til með að verða sífellt mikilvægari í framtíðinni og baráttunni við hlýnun jarðar.

Næst segir Karl frá því að hann ætla að standa fyrir ullarráðstefnu í Skotlandi þar sem saman munu koma fjöldi aðila sem tengist ull og framleiðslu úr henni. Vonast prinsinn að vegur ullar muni aukast og að verð á henni til bænda hækki í kjölfar ráðstefnunnar. 

Skylt efni: Karl Bretapins

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...