Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sigrún Björk Jónsdóttir, kartöflu-bóndi í Dísukoti í Þykkvabæ.
Sigrún Björk Jónsdóttir, kartöflu-bóndi í Dísukoti í Þykkvabæ.
Fréttir 8. ágúst 2017

Líkur á góðri kartöfluuppskeru í ár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Útlit er fyrir góða kartöfluuppskeru á þessu ári. Vorið var gott og flestir bændur settu snemma niður og nokkrir eru farnir að taka upp kartöflur og setja á markað. Formaður félags kartöflubænda á von á að uppskera fyrir norðan hefjist eftir verslunarmannahelgi.

Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli og formaður Félags kart­öflu­bænda, segist eiga von á góðri kart­öfluuppskeru í ár. „Vorið var gott framan af og við setum niður fyrstu kart­öflurnar hálfum mánuði fyrr en vanalega. Síðan kom kuldakafli og bleyta um miðjan maí sem tafði okkur aðeins, að minnsta kosti hér á norðurlandi.

Sumarið í fyrra var einstaklega gott fyrir okkur kartöflubændur. Ég á ekki von á að uppskeran í ár verði eins mikil og í fyrra en ég á ekki von á öðru en uppskeran í ár verði góð.

Vöxturinn undir grösunum lofar góðu

Að sögn Bergvins lofa kartöflurnar undir grösunum sem hann hefur kíkt undir góðu. „Ég er aðeins farinn að taka í soðið og mér sýnist á öllu að ég geti farið að taka upp premier og gullauga af því sem var sett niður fyrst með vél í kringum verslunarmannahelgina.

Þeir bændur sem fyrstir eru að taka upp og setja kartöflur á markað eru þeir sem rækta undir dúk eða með kartöflurnar í heitum garði og svo eru sunnlendingarnir yfirleit einhverjum dögum á undan okkur hér fyrir norðan,“ segir Bergvin.

Upptaka hafin í Þykkvabæ

Sigrún Björk Jónsdóttir kartöflubóndi í Dísukoti í Þykkvabæ segir að vöxturinn hafi farið vel af stað sérstaklega hjá kartöflum sem voru undir plast fyrstu vikurnar í vor. „Við tókum upp fyrstu kartöflurnar, premier, um miðjan júlí.“

Of mikil uppskera ekki endilega af hinu góða

Að sögn Sigrúnar er of snemmt að spá fyrir um uppskeru sumarsins en ef ekkert óvænt kemur upp á hún von á að hún verði góð. „Uppskeran síðasta sumar var of mikil og fæstir náðu að selja alla uppskeruna í fyrra. Það segir sig sjálft að of mikil uppskera er ekki endilega af hinu góða.“

Uppskeran á fullt seinni hluta ágúst

„Við erum að rækta premier, gullauga, rauðar og tegund sem kallast milva sem er góð í tilbúnar skrældar og forsoðnar kartöflur.“

Sigrún segir að allir kartöflubændur í Þykkvabæ séu farnir að taka upp kartöflur í sumarsölu en hún segir að upptakan hefjist ekki að fullum krafti fyrr en 20. til 25. ágúst og jafnvel ekki fyrr en um mánaðamótin ágúst og september.
 

Skylt efni: uppskera | Kartöflur

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...