Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sigrún Björk Jónsdóttir, kartöflu-bóndi í Dísukoti í Þykkvabæ.
Sigrún Björk Jónsdóttir, kartöflu-bóndi í Dísukoti í Þykkvabæ.
Fréttir 8. ágúst 2017

Líkur á góðri kartöfluuppskeru í ár

Höfundur: Vilmundur Hansen

Útlit er fyrir góða kartöfluuppskeru á þessu ári. Vorið var gott og flestir bændur settu snemma niður og nokkrir eru farnir að taka upp kartöflur og setja á markað. Formaður félags kartöflubænda á von á að uppskera fyrir norðan hefjist eftir verslunarmannahelgi.

Bergvin Jóhannsson, bóndi á Áshóli og formaður Félags kart­öflu­bænda, segist eiga von á góðri kart­öfluuppskeru í ár. „Vorið var gott framan af og við setum niður fyrstu kart­öflurnar hálfum mánuði fyrr en vanalega. Síðan kom kuldakafli og bleyta um miðjan maí sem tafði okkur aðeins, að minnsta kosti hér á norðurlandi.

Sumarið í fyrra var einstaklega gott fyrir okkur kartöflubændur. Ég á ekki von á að uppskeran í ár verði eins mikil og í fyrra en ég á ekki von á öðru en uppskeran í ár verði góð.

Vöxturinn undir grösunum lofar góðu

Að sögn Bergvins lofa kartöflurnar undir grösunum sem hann hefur kíkt undir góðu. „Ég er aðeins farinn að taka í soðið og mér sýnist á öllu að ég geti farið að taka upp premier og gullauga af því sem var sett niður fyrst með vél í kringum verslunarmannahelgina.

Þeir bændur sem fyrstir eru að taka upp og setja kartöflur á markað eru þeir sem rækta undir dúk eða með kartöflurnar í heitum garði og svo eru sunnlendingarnir yfirleit einhverjum dögum á undan okkur hér fyrir norðan,“ segir Bergvin.

Upptaka hafin í Þykkvabæ

Sigrún Björk Jónsdóttir kartöflubóndi í Dísukoti í Þykkvabæ segir að vöxturinn hafi farið vel af stað sérstaklega hjá kartöflum sem voru undir plast fyrstu vikurnar í vor. „Við tókum upp fyrstu kartöflurnar, premier, um miðjan júlí.“

Of mikil uppskera ekki endilega af hinu góða

Að sögn Sigrúnar er of snemmt að spá fyrir um uppskeru sumarsins en ef ekkert óvænt kemur upp á hún von á að hún verði góð. „Uppskeran síðasta sumar var of mikil og fæstir náðu að selja alla uppskeruna í fyrra. Það segir sig sjálft að of mikil uppskera er ekki endilega af hinu góða.“

Uppskeran á fullt seinni hluta ágúst

„Við erum að rækta premier, gullauga, rauðar og tegund sem kallast milva sem er góð í tilbúnar skrældar og forsoðnar kartöflur.“

Sigrún segir að allir kartöflubændur í Þykkvabæ séu farnir að taka upp kartöflur í sumarsölu en hún segir að upptakan hefjist ekki að fullum krafti fyrr en 20. til 25. ágúst og jafnvel ekki fyrr en um mánaðamótin ágúst og september.
 

Skylt efni: uppskera | Kartöflur

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...