Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Lundi
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Líf og starf 6. mars 2024

Lundi

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Lundi er algengasti fuglinn okkar og jafnframt einn af okkar einkennisfuglum. Hann er að öllu leyti farfugl og dvelur hér við land yfir sumarið og út ágúst eða þegar ungatíma lýkur. Þá hverfur hann langt út á Norður-Atlantshaf og sést lítið við land aftur fyrr en í apríl. Lundinn er afar félagslyndur og verpur í holum í stórum byggðum á grösugum eyjum, höfðum og brekkum. Lundinn verpir einungis einu eggi og má segja að varp og ungatíminn sé fremur seinlegt. Fyrstu fuglarnir byrja að verpa í seinni hlutanum í maí og liggur fuglinn á í um 40 daga. Þá tekur við ungatíminn sem getur varað frá 35–55 dögum. Það er því ekki fyrr en síðsumars sem unginn (pysjan) yfirgefur holuna. Lundinn er nokkuð langlífur fugl, talið er að meðalaldur lunda sé á bilinu 20–25 ár en elsti lundinn sem vitað er um var 38 ára gamall og var merktur af Óskari J. Sigurðssyni, vitaverði á Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Þeir eru afar hraðfleygir og geta náð yfir 80 km hraða á klukkustund á flugi. Hann stendur uppréttur á landi, er því nokkuð fimur á fæti. Svo er ekki nóg með að hann sé góður sundfugl heldur getur hann líka kafað niður á allt að því 60 metra dýpi þar sem hann leitar sér að æti. Það er því óhætt að segja að lundar hafi góða aðlögunarhæfni í að koma sér á milli staða hvort sem það er í lofti, á láði eða í legi.

Skylt efni: fuglinn

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...