Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Milljónir húsdýra drukknuðu í eigin úrgangi
Fréttir 8. október 2018

Milljónir húsdýra drukknuðu í eigin úrgangi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talið er að 3,4 milljónir hænsna og 5.500 alisvín hafi drepist í flóðum vegna fellibylsins Flórens sem gekk yfir Norður-Karólínu í Bandaríkjum Norður-Ameríku fyrir skömmu.

Flest dýrin munu hafa drukknað í eigin úrgangi þegar opnar rotþrær eða hauggryfjur flæddu yfir og milljónir tonna af búfjárúrgangi flæddu inn í gripahús.

Landbúnaðarráðuneyti Banda­ríkja Norður-Ameríku hefur staðfest að fjöldi hænsna sem hafi drepist vegna saurflóða sé 3,4 milljónir og svína 5.500 en að búast megi við að sú tala eigi eftir að hækka þegar endanlega sjatnar í flóðunum.

Kjúklinga- og svínakjöts­framleiðsla  í Norður-Karólínu er ein sú mesta í Bandaríkjunum og talið að í ríkinu sé að finna 830 milljónir hænsnfugla og níu milljón alisvín.

Samkvæmt því sem yfirvöld umhverfismála í ríkinu segja skemmdust að minnsta kosti þrjátíu hauggryfjur illa í fellibylnum og í sumum tilfellum sprungu veggir þeirra þannig að innihaldið flæddi út í grunnvatnið.

Skylt efni: hauggryfjur | dýravelferð

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...