Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Milljónir húsdýra drukknuðu í eigin úrgangi
Fréttir 8. október 2018

Milljónir húsdýra drukknuðu í eigin úrgangi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Talið er að 3,4 milljónir hænsna og 5.500 alisvín hafi drepist í flóðum vegna fellibylsins Flórens sem gekk yfir Norður-Karólínu í Bandaríkjum Norður-Ameríku fyrir skömmu.

Flest dýrin munu hafa drukknað í eigin úrgangi þegar opnar rotþrær eða hauggryfjur flæddu yfir og milljónir tonna af búfjárúrgangi flæddu inn í gripahús.

Landbúnaðarráðuneyti Banda­ríkja Norður-Ameríku hefur staðfest að fjöldi hænsna sem hafi drepist vegna saurflóða sé 3,4 milljónir og svína 5.500 en að búast megi við að sú tala eigi eftir að hækka þegar endanlega sjatnar í flóðunum.

Kjúklinga- og svínakjöts­framleiðsla  í Norður-Karólínu er ein sú mesta í Bandaríkjunum og talið að í ríkinu sé að finna 830 milljónir hænsnfugla og níu milljón alisvín.

Samkvæmt því sem yfirvöld umhverfismála í ríkinu segja skemmdust að minnsta kosti þrjátíu hauggryfjur illa í fellibylnum og í sumum tilfellum sprungu veggir þeirra þannig að innihaldið flæddi út í grunnvatnið.

Skylt efni: hauggryfjur | dýravelferð

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.