Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Riðan á Syðra-Skörðugili uppgötvaðist í heimalandasmölun
Mynd / Bbl
Fréttir 14. september 2021

Riðan á Syðra-Skörðugili uppgötvaðist í heimalandasmölun

Höfundur: smh

Riða greindist á bænum Syðra-Skörðugili í Skagafirði á föstudaginn. Um fimmtán hundruð fjár er á bænum sem skera þarf niður, fimm hundruð ær og um þúsund lömb.

Riða kom upp á bænum fyrir 30 árum, en bærinn er í Húna- og Skagahólfi. Síðast greindist riða í því hólfi á einum bæ á síðasta ári.

Matvælastofnun vinnur nú að öflun faraldsfræðilegra upplýsinga til að meta umfang smitsins og nauðsynlegar aðgerðir. Aukin sýnataka er fyrirhuguð á Norðurlandi vestra nú í haust og beinir Matvælastofnun þeim tilmælum til bænda að láta héraðsdýralækni vita af fé sem drepst eða er lógað heima vegna vanþrifa, slysa eða sjúkdóma svo hægt sé að nálgast sýni úr þeim.

Veik kind í heimalandasmölun

Sigríður Björnsdóttir, starfandi yfirdýralæknir hjá Matvælastofnun, segir að riðutilfellið hafi verið staðfest eftir að héraðsdýralækni var gert viðvart um veika kind. „Kindin var aflífuð og sýni úr mænikylfu sent til rannsókna á Keldum í kjölfarið. Þar var endanlega staðfest seinnipartinn á föstudaginn að um hefðbundið riðutilfelli var að ræða,“ segir Sigríður og bætir við að orðið hafi vart við veikindi kindarinnar í heimalandasmölun fyrir göngur. „Göngur og réttir fóru fram eins og fyrirhugað var næstu daga en það voru gerðar ráðstafanir til að takmarka þann tíma sem féð var í réttum til að draga úr smithættu.“

Hún segir að unnið sé að skipulagningu niðurskurðar á allri hjörðinni, því það sé í sjálfu sér stórt verkefni. Gert sé ráð fyrir að skrokkarnir verði brenndir. 

Ekki enn mögulegt að rækta riðuna úr íslensku sauðfé

Að sögn Sigríðar eru þekkt erfðamörk sem bera verndandi- hlutlausar- eða  áhættuarfgerðir fyrir því að sauðfé fái riðuveiki. „Erfðapróf sem byggir á einu slíku erfðamarki er notað víða Evrópu í þeim tilgangi að byggja upp þolna sauðfjárstofna. Því miður hefur sauðfé sem ber hina verndandi arfgerð ekki fundist hérlendis enn sem komið er. Hins vegar er nú verið að auka innlendar rannsóknir á þessu sviði sem beinast bæði að því að finna hina verndandi arfgerð og hins vegar að finna fleiri erfðamörk sem geta haft sambærileg áhrif í ræktunarstarfinu.

Eins og er höfum við ekki aðrar aðferðir til að bregðast við riðuveiki en að skera niður sýkta hjörð, en við beitum líka smitrakningu til að átta okkur á uppruna smita og mögulegri smitdreifingu. Við höfum náð mjög miklum árangri í baráttunni gegn riðu með þeim aðferðum á landsvísu.

Niðurskurðabætur duga ekki til

Á síðasta ári greindist riða á fimm bæjum í austanverðum Skagafirði, sem tilheyra Tröllaskagahólfi. Sömuleiðis á einum bæ á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu.

Eftir niðurskurð og fulla hreinsun þurfa tvö ár að líða áður en hægt er að kaupa gripi af hreinum svæðum og hefja sauðfjárbúskap aftur. Bændur fá greiddar niðurskurðarbætur, sem eiga að standa undir kostnaði bænda við að koma sér upp nýjum stofni.

Landssamtök sauðfjárbænda hafa hins vegar bent á að bæturnar hrökkvi ekki til vegna kaupa á líflömbum og dugi ekki að fullu til að bæta tjón bænda vegna niðurskurðar. 

Umfjöllunin hefur verið uppfærð.

Skylt efni: Syðra-Skörðugil | riða

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...