Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
SAH Afurðir hækka afurðaverð um 6,7 prósent og Fjallalamb um 5,7 prósent
Mynd / smh
Fréttir 4. september 2020

SAH Afurðir hækka afurðaverð um 6,7 prósent og Fjallalamb um 5,7 prósent

Höfundur: smh

Afurðaverð til sauðfjárbænda vegna sauðfjárslátrunar haustið 2020 liggja nú fyrir frá SAH Afurðum á Blönduósi og Fjallalambi á Kópaskeri. SAH Afurðir hækka verð um 6,7 prósent, ef miðað er við verðskrá 2019 að viðbættum álagsgreiðslum. Fjallalamb hækkar verð um 5,7 prósent miðað við verðskrá og álagsgreiðslur 2019.

 Reiknað meðalverð SAH Afurða er 492 krónur á hvert kíló dilka, en það er 13,1 prósents hækkun miðað við upphaflegu verðskrána á síðasta ári. Verð fyrir afurðir af fullorðnu verður 114 krónur á kílóið, en það er óbreytt milli ára.

 Verð lækkar fyrir kjöt af fullorðnu

Reiknað meðalverð hjá Fjallalambi er 483 krónur á hvert kíló dilka, sem er hækkun um 12,1 prósent frá verðskrá haustið 2019. Verð fyrir afurðir af fullorðnu lækkar hins vegar um 8,6 prósent, úr 121 krónu á kílóið í 111 krónur.

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum
Fréttir 11. mars 2025

Flokkun fiskeldismannvirkja rædd hjá landeldisbændum

Fasteignaskattar og úrgangsmál voru hitamál á deildarfundi landeldisbænda.

Skólpið tekið til kostanna
Fréttir 11. mars 2025

Skólpið tekið til kostanna

Unnið er að valkostagreiningu varðandi lausnir fyrir endurbætur á skolphreinsun ...

Kalla eftir úttekt á stöðu greinarinnar
Fréttir 11. mars 2025

Kalla eftir úttekt á stöðu greinarinnar

Á deildarfundi svínabænda á dögunum var samþykkt ályktun þar sem lýst er þungum ...

Ný stefna skógarbænda
Fréttir 10. mars 2025

Ný stefna skógarbænda

Staða skógarbænda er góð að mati að mati Laufeyjar Leifsdóttur, varaformanns búg...