Smalahundar etja kappi
Smalahundafélag Íslands stendur fyrir landskeppni smalahunda 24. og 25. ágúst næstkomandi.
Landskeppnin verður haldin í samstarfi við deild Snata í Húnavatnssýslu. Fer keppnin fram að Ási í Vatnsdal og verður að vanda keppt í A-flokki, B-flokki og Unghundaflokki. Hefst keppni kl. 10 báða dagana.
Félagið heldur jafnframt aðalfund sinn í aðdraganda helgarinnar, föstudaginn 23. ágúst, í Fellsbúð við Undirfellsrétt í Vatnsdal og hefst hann kl. 19.
Smalahundafélag Íslands birtir upplýsingar um keppnina á vefnum smalahundur.123.is og á Facebooksíðu sinni.